Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - FH 22-24 | Símabikarinn í handbolta Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 2. desember 2012 17:30 Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir HK í kvöld. Mynd/Daníel FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira