Rísandi stjarna í Langholtskirkju Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2012 12:43 Andri Björn og Ruth sungu bæði á tónleikunum í gær. Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld. Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld.
Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira