Tim Cook, forstjóri Apple, fær samtals 4,2 milljónir Bandaríkjadala í launabónus vegna starfsemi Apple á þessu ári. Það er upphæð sem svarar til tæplega 550 milljóna króna, að því er greint var frá á vefsíðu Wall Street Journal. Það er smánarupphæð í samhengi við heildarlaun hans í fyrra, en þá var hann launahæsti forstjóri fyrirtækis í heiminum, fékk samtals 378 milljónir Bandaríkjadala í laun, eða næstum 50 milljarða króna. Laun Cook lækkuðu því um næstum 99 prósent milli ára. Stærsti hluti launa Cook í fyrra voru eignarhlutir í Apple, sem stjórn fyrirtækisins ákvað að afhenda honum fyrir vel unnin störf.
Rekstur Apple hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár, einkum vegna gríðarlega mikillar sölu á næstum öllum vörum fyrirtækisins, i pad spjaldtölvum og i phone símum þar helst.
Forstjóri Apple fær 4,2 milljónir dala í laun - lækka um 99 prósent milli ára
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf



Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent