Söngkona Galaxies stofnar stjörnufræðifélag 22. mars 2012 13:00 Stofnandi Stjörnuskoðunarfélags Védís Vandíta Guðmundsdóttir tónlistarkona er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja.fréttablaðið/stefán karlsson Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félagsins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Védís segir stjörnuskoðun vera hennar helsta áhugamál fyrir utan tónlistina. Ákveðið var að stofna stjörnuskoðunarfélag í Vestmannaeyjum eftir að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að byggja upp áhugann á faginu í bænum. Alls mættu um þrjátíu einstaklingar á fyrsta fund félagsins á þriðjudag sem lýsir miklum áhuga Vestmannaeyinga á stjörnuskoðun. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu allt frá því ég var barn, þetta lá þó í svolitlum dvala á meðan tónlistin átti hug minn allan, en hefur nú blossað aftur upp. Ég á tvo stjörnukíkja sem ég nota mikið á veturna þegar maður er nógu heppinn að fá stjörnubjört kvöld," upplýsir Védís sem hyggur jafnvel á nám í greininni í nánustu framtíð. Hún segir stjörnuskoðun vera hollt áhugamál og fylgist sjálf spennt með uppgötvunum Keplerssjónaukans. „Stjörnuskoðun gerir mér gott því þá átta ég mig á því hvað lítilsháttar vandamál eru í raun agnarsmá miðað við stærra samhengi. Þetta er líka bara gaman og fyrir mína parta varð ekki aftur snúið þegar ég var á annað borð byrjuð. Ég fylgist núna spennt með Keplerssjónaukanum og bíð bara eftir því að hann finni plánetu með öðru lífkerfi." Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja heldur mánaðarlega fundi og stefnir einnig á samvinnu við grunn- og framhaldsskólann í bænum. „Okkur langar að byggja þetta upp af krafti," segir Védís að lokum. - sm Lífið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Sjá meira
Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félagsins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Védís segir stjörnuskoðun vera hennar helsta áhugamál fyrir utan tónlistina. Ákveðið var að stofna stjörnuskoðunarfélag í Vestmannaeyjum eftir að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að byggja upp áhugann á faginu í bænum. Alls mættu um þrjátíu einstaklingar á fyrsta fund félagsins á þriðjudag sem lýsir miklum áhuga Vestmannaeyinga á stjörnuskoðun. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu allt frá því ég var barn, þetta lá þó í svolitlum dvala á meðan tónlistin átti hug minn allan, en hefur nú blossað aftur upp. Ég á tvo stjörnukíkja sem ég nota mikið á veturna þegar maður er nógu heppinn að fá stjörnubjört kvöld," upplýsir Védís sem hyggur jafnvel á nám í greininni í nánustu framtíð. Hún segir stjörnuskoðun vera hollt áhugamál og fylgist sjálf spennt með uppgötvunum Keplerssjónaukans. „Stjörnuskoðun gerir mér gott því þá átta ég mig á því hvað lítilsháttar vandamál eru í raun agnarsmá miðað við stærra samhengi. Þetta er líka bara gaman og fyrir mína parta varð ekki aftur snúið þegar ég var á annað borð byrjuð. Ég fylgist núna spennt með Keplerssjónaukanum og bíð bara eftir því að hann finni plánetu með öðru lífkerfi." Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja heldur mánaðarlega fundi og stefnir einnig á samvinnu við grunn- og framhaldsskólann í bænum. „Okkur langar að byggja þetta upp af krafti," segir Védís að lokum. - sm
Lífið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Sjá meira