Skjótur frami Nicki Minaj 2. apríl 2012 23:00 Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. [email protected] Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Sjá meira
Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. [email protected]
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Sjá meira