Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga Tinna Rós skrifar 4. apríl 2012 15:30 Yrsa segist geta talað frá faglegu og persónulegu sjónarhorni þar sem hún hafi staðið í miklum framkvæmdum í gegnum tíðina sjálf. Vísir/Vilhelm „Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum. Gulli byggir Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum.
Gulli byggir Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira