Jason Mraz Syngur um ást á nýrri plötu 5. apríl 2012 15:00 Popparinn Jason Mraz hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. nordicphotos/getty Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. [email protected] Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. [email protected]
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp