Spenntur fyrir landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Aron viðurkennir áhuga sinn á landsliðsþjálfarastarfinu en er ekki að hugsa um það enda byrjaður að undirbúa Hauka fyrir næsta tímabil. Fréttablaðið/HAG Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira