Kominn úr jakkafötunum og aftur í strigaskóna 16. maí 2012 12:00 „Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." [email protected] Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." [email protected]
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira