Sumar konur stara í sturtunni Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 19. maí 2012 12:00 Þegar vinkonurnar Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, Bergrós Hjálmarsdóttir, Ólafía Kristjánsdóttir og Hildur Sif Kristborgardóttir fá sér gönguferð niður Laugaveginn taka allir eftir þeim. Ekki eingöngu vegna þess að þær eru glæsilegur hópur, heldur vegna þess að allar eru þær alskreyttar húðflúri. Þær eru löngu búnar að venjast því að horft sé á þær. Þær segja flesta horfa af forvitni, margir hrósi þeim, en stöku manneskja líti þær hornauga. Hildur: Áður fyrr voru tattúin tengd við dópneyslu og glæpamenn og maður verður stundum var við þessa tengingu enn þá. Sumir fylgjast ekki með og vita ekki hvað þetta er orðið algengt. Linda: Þetta hefur gjörbreyst. Dagmamman þín og tannlæknirinn eru örugglega með tattú. Við erum bara venjulegar konur sem viljum fegra líkama okkar. Ég, til dæmis, hvorki reyki né drekk og er góð fyrirmynd fyrir börnin mín í alla staði, þó að ég sé með flúr. Hildur: Við erum flestar mömmur. Allar ósköp eðlilegar og ekkert úti á djamminu um allar helgar. Við hugsum vel um börnin okkar, komum heim til okkar eftir vinnudaginn, eldum kvöldmat og skutlum á æfingar eins og annað fólk. Linda: Mér finnst einfaldlega ofsalega fallegt að vera svona skreytt. Ég fer í sund og horfi á ykkur hin sem eruð ekki með flúr og mér finnst þið vera allsber.Fimm tattúveraðar vinkonurMá ekki bjóða þér að taka mynd af mér? Allar hafa þær fengið spurninguna hvort þær sjái ekki eftir þessu og enn fleiri spyrja hvað þær ætli eiginlega að gera, þegar þær verði gamlar og húðin farin að gefa eftir. Linda: Ég held ég fái mér bara fleiri flúr þegar ég verð orðin gömul! Mér finnst flúrin mín æðisleg í dag og mér á eftir að finnast það þá líka. Það er bara þannig. En þetta hvetur mann til að hugsa vel um sig og líta vel út. Það er alltaf verið að horfa á þig. Bergrós: Ég verð helst vör við að eldri konur í sundi horfi á mig. Ég hef spurt þær hvort þær vilji ekki bara taka mynd af mér, þær horfa svo mikið. Þetta finnst mér dónaskapur. En reyndar fæ ég líka rosalega mikið af hrósi. Meira af því heldur en eitthvað neikvætt. Ólafía: Margar stelpur á mínum aldri spyrja hvort ég sjái ekki eftir þessu. Mér finnst það skrítin spurning. Ég sé ekki eftir neinu.Tattúveraðasta kona Íslands? Fót- og handleggir Lindu eru þétt tattúveraðir. Hún segist þó hvergi nærri hætt að safna.Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt Stelpurnar tengjast í gegnum tattústofuna Reykjavík Ink á Frakkastíg 7, en Linda rekur hana ásamt manni sínum, Össuri Hafþórssyni. Tilvonandi eiginmaður Bergrósar er meðeigandi að Reykjavík Ink, Ólafía er þar starfsmaður og Hildur er tryggur kúnni og vinur eigendanna. Þær segja allar að tattúin þeirra séu lífsstíll, enda voru þær ungar þegar þær þróuðu fyrst með sér smekk fyrir þeim. Bergrós: Ég byrjaði að hafa áhuga á þessu þegar ég var átta ára. Bróðir pabba míns kom í heimsókn og var nýbúinn að fá sér tattú og mér fannst það svo kúl. Ég spurði mömmu strax þá hvort ég mætti fá. Þegar ég var þrettán ára stalst ég svo til að fá mér jurtatattú á mjóbakið, sem átti að fara af eftir nokkur ár. En það fór náttúrulega aldrei af og ég lét tattúvera yfir það seinna. En strax þá vildi ég bara meira og meira. Ólafía: Þetta er svona „einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt". Mitt fyrsta var í september 2009, ég stóð á ákveðnum tímamótum þá og ákvað að fá mér tattú. Það er ljóð ofan á ristinni, sem ég samdi fyrir litla bróður minn. Mig langaði í tattú þegar ég var fimmtán ára – eins og allar vinkonur mínar – en pabbi bannaði mér það. Ég er eiginlega fegin í dag, að hafa hlýtt honum, því ég ætlaði að fá mér tribal-sól á mjóbakið. Hildur: Ég fékk mér fyrsta flúrið sextán ára, annað fjórum árum seinna og svo dreka á bakið árið 2002. Þegar ég fékk mér drekann, sem er svolítið stór, héldu margir að ég væri orðin klikkuð. Svona stór tattú voru ekki algeng á konum þá. Svo tók ég mér smá pásu og fór aftur af stað fyrir um fjórum árum. Ég hætti ekkert úr þessu. Linda: Þetta virkar þannig að þú byrjar að hugsa um næsta flúr á meðan verið er að flúra þig.Fimm tattúveraðar vinkonurEins og krakkar í nammilandi á tattúfestivalinu Engin þeirra er hætt að safna og þær er allar við það að missa nætursvefn af eftirvæntingu, en þann 7. til 9. júní eru væntanlegir til Íslands nokkrir heimsklassa húðflúrarar sem munu taka þátt í tattúfestivali í Reykjavík. Það eru Linda og eiginmaður hennar, Össur, sem skipuleggja það, en þau eru eigendur Reykjavík Ink. Þær ætla allar að láta bæta við flúri þá. Linda: Þetta er í sjöunda sinn sem við höldum þessa hátíð. Við erum að fá hingað flotta tattúlistamenn sem koma alls staðar að úr heiminum. Í portinu hjá Bar 11 verðum við með risastórt veislutjald, sem verður í raun eins og risastór tattústofa. Þangað kemur alls konar fólk á öllum aldri, forvitið fólk sem vill bara skoða og aðrir sem ætla að fá sér flúr. Þú bara kemur inn og hefur úr aragrúa af artistum að velja. Artistinn teiknar svo fyrir þig á staðnum og þú ferð beint í flúr. Hildur: Þetta er ótrúlega skemmtileg helgi. Fyrir okkur sem erum í tattúunum er þetta eins og fyrir krakka í nammilandi. Mann langar að fá sér tattú hjá þeim öllum.Enga karlmenn án húðflúrs, takk Bergrós: Mér finnst bara það flottasta í heimi að sjá stráka með „sleeve" [þegar allur handleggurinn er tattúveraður]. Hildur: Ég á reyndar óflúraðan kærasta, en hann verður það ekki mikið lengur. Hann langar reyndar í tattú og ég gaf honum það í afmælisgjöf, svo nú er hann bara að ákveða hvað hann ætlar að fá sér. Ólafía: Ég held bara að ég myndi ekki vilja eiga óflúraðan kærasta. Húðflúr Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Þegar vinkonurnar Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, Bergrós Hjálmarsdóttir, Ólafía Kristjánsdóttir og Hildur Sif Kristborgardóttir fá sér gönguferð niður Laugaveginn taka allir eftir þeim. Ekki eingöngu vegna þess að þær eru glæsilegur hópur, heldur vegna þess að allar eru þær alskreyttar húðflúri. Þær eru löngu búnar að venjast því að horft sé á þær. Þær segja flesta horfa af forvitni, margir hrósi þeim, en stöku manneskja líti þær hornauga. Hildur: Áður fyrr voru tattúin tengd við dópneyslu og glæpamenn og maður verður stundum var við þessa tengingu enn þá. Sumir fylgjast ekki með og vita ekki hvað þetta er orðið algengt. Linda: Þetta hefur gjörbreyst. Dagmamman þín og tannlæknirinn eru örugglega með tattú. Við erum bara venjulegar konur sem viljum fegra líkama okkar. Ég, til dæmis, hvorki reyki né drekk og er góð fyrirmynd fyrir börnin mín í alla staði, þó að ég sé með flúr. Hildur: Við erum flestar mömmur. Allar ósköp eðlilegar og ekkert úti á djamminu um allar helgar. Við hugsum vel um börnin okkar, komum heim til okkar eftir vinnudaginn, eldum kvöldmat og skutlum á æfingar eins og annað fólk. Linda: Mér finnst einfaldlega ofsalega fallegt að vera svona skreytt. Ég fer í sund og horfi á ykkur hin sem eruð ekki með flúr og mér finnst þið vera allsber.Fimm tattúveraðar vinkonurMá ekki bjóða þér að taka mynd af mér? Allar hafa þær fengið spurninguna hvort þær sjái ekki eftir þessu og enn fleiri spyrja hvað þær ætli eiginlega að gera, þegar þær verði gamlar og húðin farin að gefa eftir. Linda: Ég held ég fái mér bara fleiri flúr þegar ég verð orðin gömul! Mér finnst flúrin mín æðisleg í dag og mér á eftir að finnast það þá líka. Það er bara þannig. En þetta hvetur mann til að hugsa vel um sig og líta vel út. Það er alltaf verið að horfa á þig. Bergrós: Ég verð helst vör við að eldri konur í sundi horfi á mig. Ég hef spurt þær hvort þær vilji ekki bara taka mynd af mér, þær horfa svo mikið. Þetta finnst mér dónaskapur. En reyndar fæ ég líka rosalega mikið af hrósi. Meira af því heldur en eitthvað neikvætt. Ólafía: Margar stelpur á mínum aldri spyrja hvort ég sjái ekki eftir þessu. Mér finnst það skrítin spurning. Ég sé ekki eftir neinu.Tattúveraðasta kona Íslands? Fót- og handleggir Lindu eru þétt tattúveraðir. Hún segist þó hvergi nærri hætt að safna.Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt Stelpurnar tengjast í gegnum tattústofuna Reykjavík Ink á Frakkastíg 7, en Linda rekur hana ásamt manni sínum, Össuri Hafþórssyni. Tilvonandi eiginmaður Bergrósar er meðeigandi að Reykjavík Ink, Ólafía er þar starfsmaður og Hildur er tryggur kúnni og vinur eigendanna. Þær segja allar að tattúin þeirra séu lífsstíll, enda voru þær ungar þegar þær þróuðu fyrst með sér smekk fyrir þeim. Bergrós: Ég byrjaði að hafa áhuga á þessu þegar ég var átta ára. Bróðir pabba míns kom í heimsókn og var nýbúinn að fá sér tattú og mér fannst það svo kúl. Ég spurði mömmu strax þá hvort ég mætti fá. Þegar ég var þrettán ára stalst ég svo til að fá mér jurtatattú á mjóbakið, sem átti að fara af eftir nokkur ár. En það fór náttúrulega aldrei af og ég lét tattúvera yfir það seinna. En strax þá vildi ég bara meira og meira. Ólafía: Þetta er svona „einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt". Mitt fyrsta var í september 2009, ég stóð á ákveðnum tímamótum þá og ákvað að fá mér tattú. Það er ljóð ofan á ristinni, sem ég samdi fyrir litla bróður minn. Mig langaði í tattú þegar ég var fimmtán ára – eins og allar vinkonur mínar – en pabbi bannaði mér það. Ég er eiginlega fegin í dag, að hafa hlýtt honum, því ég ætlaði að fá mér tribal-sól á mjóbakið. Hildur: Ég fékk mér fyrsta flúrið sextán ára, annað fjórum árum seinna og svo dreka á bakið árið 2002. Þegar ég fékk mér drekann, sem er svolítið stór, héldu margir að ég væri orðin klikkuð. Svona stór tattú voru ekki algeng á konum þá. Svo tók ég mér smá pásu og fór aftur af stað fyrir um fjórum árum. Ég hætti ekkert úr þessu. Linda: Þetta virkar þannig að þú byrjar að hugsa um næsta flúr á meðan verið er að flúra þig.Fimm tattúveraðar vinkonurEins og krakkar í nammilandi á tattúfestivalinu Engin þeirra er hætt að safna og þær er allar við það að missa nætursvefn af eftirvæntingu, en þann 7. til 9. júní eru væntanlegir til Íslands nokkrir heimsklassa húðflúrarar sem munu taka þátt í tattúfestivali í Reykjavík. Það eru Linda og eiginmaður hennar, Össur, sem skipuleggja það, en þau eru eigendur Reykjavík Ink. Þær ætla allar að láta bæta við flúri þá. Linda: Þetta er í sjöunda sinn sem við höldum þessa hátíð. Við erum að fá hingað flotta tattúlistamenn sem koma alls staðar að úr heiminum. Í portinu hjá Bar 11 verðum við með risastórt veislutjald, sem verður í raun eins og risastór tattústofa. Þangað kemur alls konar fólk á öllum aldri, forvitið fólk sem vill bara skoða og aðrir sem ætla að fá sér flúr. Þú bara kemur inn og hefur úr aragrúa af artistum að velja. Artistinn teiknar svo fyrir þig á staðnum og þú ferð beint í flúr. Hildur: Þetta er ótrúlega skemmtileg helgi. Fyrir okkur sem erum í tattúunum er þetta eins og fyrir krakka í nammilandi. Mann langar að fá sér tattú hjá þeim öllum.Enga karlmenn án húðflúrs, takk Bergrós: Mér finnst bara það flottasta í heimi að sjá stráka með „sleeve" [þegar allur handleggurinn er tattúveraður]. Hildur: Ég á reyndar óflúraðan kærasta, en hann verður það ekki mikið lengur. Hann langar reyndar í tattú og ég gaf honum það í afmælisgjöf, svo nú er hann bara að ákveða hvað hann ætlar að fá sér. Ólafía: Ég held bara að ég myndi ekki vilja eiga óflúraðan kærasta.
Húðflúr Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira