Sumarsmellur frá Þorvaldi 9. júlí 2012 16:00 Leikaranum Þorvaldi Davíð Kristjánssyni er margt til lista lagt en hann gefur nú út lagið Án minna vængja sem hann segir óð til heimalandsins. Fréttablaðið/pjetur „Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja. Þorvaldur samdi lagið í fyrra ásamt skólabróður sínum í Julliard, Cameron Scoggins en tók það upp er hann kom til landsins fyrir tíu dögum síðan. Þorvaldur segir lagið vera einskonar óð til Íslands og ástarinnar en lagið fer í spilun á næstu dögum. „Maður kemst ekki hjá því að fjalla um ástina í svona lögum. Ég er duglegur að semja og með fulla skúffu af góðgæti. Svo hef ég þann sið á að taka fram eitt og eitt lag þegar ég kem til landins og fer í Stúdíó Ljónshjarta hjá vini mínum, Valda í Jeff Who," segir Þorvaldur en upptökum á laginu stjórnaði hinn ungi og efnilegi Þórður Gunnar. Þorvaldur ætlar að dvelja hér á landi fram í ágúst ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karldóttur. Hann segir planið vera að njóta þess að ferðast um landið ásamt því að sinna ýmsum verkefnum. Hann leikur eitt aðalhlutverkanna í væntanlegri mynd Baldvins Z, Vonarstræti, ásamt þeim Heru Hilmarsdóttur og Þorsteini Bachman. „Fyrsti samlestur var í vikunni og mér er mjög spenntur fyrir þessu verkefni," segir Þorvaldur en tökur hefjast með haustinu. Síðast sáu landsmenn Þorvald á hvíta tjaldinu sem Stebba sækó í Svörtum á leik en hann fullyrðir að Stebbi og karakterinn sem hann leikur í Vonarstræti eigi lítið annað sameiginlegt en það að vera íslenskir. „Án þess að gefa of mikið uppi þá eru þeir andstæður en Vonarstræti er svona dramamynd þar sem líf þriggja einstaklinga fléttast saman," segir Þorvaldur sem stefnir aftur út til Los Angeles í lok sumars. Hægt er að nálgast Á minna vængja á Tónlist.is og á Youtube. -áp Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja. Þorvaldur samdi lagið í fyrra ásamt skólabróður sínum í Julliard, Cameron Scoggins en tók það upp er hann kom til landsins fyrir tíu dögum síðan. Þorvaldur segir lagið vera einskonar óð til Íslands og ástarinnar en lagið fer í spilun á næstu dögum. „Maður kemst ekki hjá því að fjalla um ástina í svona lögum. Ég er duglegur að semja og með fulla skúffu af góðgæti. Svo hef ég þann sið á að taka fram eitt og eitt lag þegar ég kem til landins og fer í Stúdíó Ljónshjarta hjá vini mínum, Valda í Jeff Who," segir Þorvaldur en upptökum á laginu stjórnaði hinn ungi og efnilegi Þórður Gunnar. Þorvaldur ætlar að dvelja hér á landi fram í ágúst ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karldóttur. Hann segir planið vera að njóta þess að ferðast um landið ásamt því að sinna ýmsum verkefnum. Hann leikur eitt aðalhlutverkanna í væntanlegri mynd Baldvins Z, Vonarstræti, ásamt þeim Heru Hilmarsdóttur og Þorsteini Bachman. „Fyrsti samlestur var í vikunni og mér er mjög spenntur fyrir þessu verkefni," segir Þorvaldur en tökur hefjast með haustinu. Síðast sáu landsmenn Þorvald á hvíta tjaldinu sem Stebba sækó í Svörtum á leik en hann fullyrðir að Stebbi og karakterinn sem hann leikur í Vonarstræti eigi lítið annað sameiginlegt en það að vera íslenskir. „Án þess að gefa of mikið uppi þá eru þeir andstæður en Vonarstræti er svona dramamynd þar sem líf þriggja einstaklinga fléttast saman," segir Þorvaldur sem stefnir aftur út til Los Angeles í lok sumars. Hægt er að nálgast Á minna vængja á Tónlist.is og á Youtube. -áp
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira