Tók upp tónlistarmyndband í fjórum löndum 23. ágúst 2012 09:12 „Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. [email protected] Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. [email protected]
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp