Búið er að tilkynna alla þá listamenn er koma fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar kynntu síðustu 78 listamennina er stíga á svið í október.
Meðal þeirra listamanna er kynntir voru í gær eru Apparat Organ Quartet, Elíza Newman, EmmSjé Gauti, Strigaskór Nr. 42, danska sveitin The Foreign Resort, Ultra Mega Technobandið Stefán, Woodpidgeon frá Kanada og Æla.
Iceland Airwaves fer fram í Reykjavík dagana 31. október til 4. nóvember uppselt varð á hátíðina um miðjan ágúst, ellefu vikum fyrir upphaf hennar. - sm

