Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran 31. ágúst 2012 01:00 Mohammed Morsi og Ali Akbar Velayati Forseti Egyptalands á tali við fyrrverandi utanríkisráðherra Írans á leiðtogafundinum í gær.nordicphotos/AFP „Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. [email protected] Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
„Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira