Meira frá Mumford & Sons 20. september 2012 16:00 Forsprakkinn Marcus Mumford á tónleikum með hljómsveitinni Mumford & Sons. nordicphotos/Getty Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. [email protected] Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. [email protected]
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira