Nýjungagjarnir rokkarar 27. september 2012 10:00 forsprakki Matt Bellamy er forsprakki ensku hljómsveitarinnar Muse.nordicphotos/Getty Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. [email protected] Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. [email protected]
Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira