Rúmar tvo tónleikagesti í senn 18. október 2012 00:01 Íslandsstofa og Inspired by Iceland bjóða upp á minnsti utandagskrár tónleikastað Iceland Airwaves. Guðrún Birna Jörgensen er verkefnastjóri verkefnisins. „Þetta er liður í vetrarherferð Inspired by Iceland, Ísland allt árið. Þar vinnum við með ákveðin þemu og tónlist er eitt þeirra. Við viljum ýta undir vitneskju fólks á íslenskri tónlist og teljum þetta góða leið til þess,“ segir Guðrún Birna Jörgensen verkefnastjóri Inspired by Iceland hjá Íslandsstofu um viðburðinn The smallest Iceland Airwaves off-venue. Það sem áður var The Little House of Food verður nú minnsti utandagskrár tónleikastaður Iceland Airwaves. Húsið verður staðsett á Ingólfstorgi á meðan á hátíðinni stendur og rúmar um tvo tónleikagesti í senn. Á meðal þeirra hljómsveita sem troða upp í húsinu eru Tilbury, Hjálmar, Retro Stefson, Valdimar og Ásgeir Trausti. Að sögn Guðrúnar Birnu hafa tónlistarmennirnir þegar skoðað aðstæður og munu stilla sér upp í samræmi við pláss. „Ég efa að allir meðlimir Retro Stefson komist fyrir inni í húsinu, en tónlistarfólkið mun stilla sér upp miðað við plássið og svo taka nokkur lög. Flestir tóku mjög vel í þetta og fleiri vildu vera með en komust að. Það er frábært að sjá hvað íslenskir tónlistarmenn eru viljugir að taka þátt í að kynna íslenska tónlist með okkur.“ Þátttaka tónleikagesta er á tvenna vegu samkvæmt Guðrúnu Birnu; annars vegar er erlendum blaðamönnum boðið á einkatónleika og hins vegar geta erlendir ferðamenn tekið þátt í leik á samfélagsmiðlinum Facebook og unnið pláss á tónleikum. - sm Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er liður í vetrarherferð Inspired by Iceland, Ísland allt árið. Þar vinnum við með ákveðin þemu og tónlist er eitt þeirra. Við viljum ýta undir vitneskju fólks á íslenskri tónlist og teljum þetta góða leið til þess,“ segir Guðrún Birna Jörgensen verkefnastjóri Inspired by Iceland hjá Íslandsstofu um viðburðinn The smallest Iceland Airwaves off-venue. Það sem áður var The Little House of Food verður nú minnsti utandagskrár tónleikastaður Iceland Airwaves. Húsið verður staðsett á Ingólfstorgi á meðan á hátíðinni stendur og rúmar um tvo tónleikagesti í senn. Á meðal þeirra hljómsveita sem troða upp í húsinu eru Tilbury, Hjálmar, Retro Stefson, Valdimar og Ásgeir Trausti. Að sögn Guðrúnar Birnu hafa tónlistarmennirnir þegar skoðað aðstæður og munu stilla sér upp í samræmi við pláss. „Ég efa að allir meðlimir Retro Stefson komist fyrir inni í húsinu, en tónlistarfólkið mun stilla sér upp miðað við plássið og svo taka nokkur lög. Flestir tóku mjög vel í þetta og fleiri vildu vera með en komust að. Það er frábært að sjá hvað íslenskir tónlistarmenn eru viljugir að taka þátt í að kynna íslenska tónlist með okkur.“ Þátttaka tónleikagesta er á tvenna vegu samkvæmt Guðrúnu Birnu; annars vegar er erlendum blaðamönnum boðið á einkatónleika og hins vegar geta erlendir ferðamenn tekið þátt í leik á samfélagsmiðlinum Facebook og unnið pláss á tónleikum. - sm
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið