Indísveitin Alt-J vann Mercury-verðlaunin 3. nóvember 2012 08:00 Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir plötuna An Awesome Wave.nordicphotos/getty Enska indísveitin Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Veðbankar höfðu talið sveitina líklega til árangurs og það gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar upp á um fjórar milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Plan B, The Maccabies, Richard Hawley, Jessie Ware, Field Music og Django Django, en síðastnefnda sveitin kemur einmitt fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Meðlimir Alt-J þökkuðu foreldrum sínum fyrir að hjálpa þeim að vinna til verðlaunanna. „Við viljum þakka öllum í Alt-J-teyminu sem hafa hjálpað okkur og foreldrum okkar líka. Takk fyrir að láta okkur hafa eitthvað að gera.“ Hljómsveitin var stofnuð í háskóla í Leeds árið 2007 en er núna með bækistöðvar í háskólaborginni Cambridge í Austur-Englandi. Enska tónlistarkonan P.J. Harvey varð í fyrra fyrsti flytjandinn til að vinna Mercury-verðlaunin tvívegis. Meðal annarra þekktra nafna sem hafa hlotið verðlaunin eru Primal Scream, Suede, Portishead, Pulp, Franz Ferdinand, Arctic Monkeys og The xx. Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Enska indísveitin Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Veðbankar höfðu talið sveitina líklega til árangurs og það gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar upp á um fjórar milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Plan B, The Maccabies, Richard Hawley, Jessie Ware, Field Music og Django Django, en síðastnefnda sveitin kemur einmitt fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Meðlimir Alt-J þökkuðu foreldrum sínum fyrir að hjálpa þeim að vinna til verðlaunanna. „Við viljum þakka öllum í Alt-J-teyminu sem hafa hjálpað okkur og foreldrum okkar líka. Takk fyrir að láta okkur hafa eitthvað að gera.“ Hljómsveitin var stofnuð í háskóla í Leeds árið 2007 en er núna með bækistöðvar í háskólaborginni Cambridge í Austur-Englandi. Enska tónlistarkonan P.J. Harvey varð í fyrra fyrsti flytjandinn til að vinna Mercury-verðlaunin tvívegis. Meðal annarra þekktra nafna sem hafa hlotið verðlaunin eru Primal Scream, Suede, Portishead, Pulp, Franz Ferdinand, Arctic Monkeys og The xx.
Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira