Hélt hann gæti aldrei rappað aftur 14. desember 2012 06:00 „Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp
Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira