Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 86-68 | Haukastúlkur upp í 3. sæti Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 20. nóvember 2013 18:30 Mynd/Daníel Haukastúlkur tryggðu sér 3. sætið í Dominos-deild kvenna með, 86-68, sigri á Grindavík í kvöld. Heimastúlkur voru sterkari aðilinn allan leikinn og Grindavík komst lítið áfram. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum tveimur punktum í hús fyrir Hauka. Lele Hardy átti mjög góðan leik fyrir þær rauðklæddu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti og með góðri vörn og hröðum sóknum náðu þær forystu snemma í leiknum. Grindvíkingar voru lengi að byrja og voru alveg út á þekju í vörninni fyrsta korterið. Eftir fyrsta leikhluta voru þær rauðklæddu komnar með átta stiga forskot. Lele Hardy var gestunum erfið og bar hún sóknaleik Hauka uppi á löngum köflum. Ef Lele skoraði ekki spilaði hún samherja sína uppi sem voru að hitta vel. Haukastúlkur spiluðu vel fyrstu 20 mínúturnar og Grindavík elti allan tíman. Staðan í hálfleik var, 44-36 og Haukar með átta stiga forystu. Heimastúlkur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og bættu við forskot sitt hægt en örugglega. Lele Hardy spilaði áfram frábærlega. Hún tók hvert frákastið niður eftir öðru og átti margar flottar stoðsendingar. Leiðindaratvik átti sér stað á 28. mínútu þegar að Pálína Gunnlaugsdóttir, lykilmaður Grindavíkur, féll í gólfið og hélt um hnéð. Pálína rak upp mikil óhljóð og augljóst að meiðslin voru alvarleg. Hún var borin út á börum til frekari aðhlynningar. Sjúkraþjálfari Grindavíkur sagði að þetta væri alvarlegt en þó ekki slitin krossbönd. Pálína var búin að vera þeirra besti leikmaður til þessa og útlitið því svart. Haukar héldu áfram að spila öfluga vörn og sóttu stíft í bakið á gestunum. Lengra komust Grindvíkingar ekki í leiknum og Haukar sigruðu því sanngjarnan 18 stiga sigur og komust þar með í 3. sæti í deildinni. Eins og fyrr segir var Lele Hardy frábær fyrir heimaliðið og skoraði 31 stig og tók 21 fráköst. Margrét Rósa Hálfdánardóttir átti sömuleiðis flottan leik fyrir Hauka og skoraði 14 stig. Hjá Grindavík var Palína stigahæst með 15 stig þrátt fyrir að fara meidd af velli á 28. mínútu.Bjarni: Vorum að fá framlag frá mörgum leikmönnum „Ég er mjög ánægður hvernig við komum inn í leikinn. Það var góður andi í þessu hjá okkur allan tímann,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Svona á heildina að þá er ég mjög ánægður með þennan leik.“ „Það sem við lögðum upp með varnarlega gekk upp. Eina sem má gagnrýna í okkar leik er að við fáum á okkur í þrígang slæman kafla í lok leikhlutans. Þær taka þrisvar sinnum 9 stig í röð á okkur,“ sagði Bjarni en bætti við: „ Við vorum öflug í fráköstum. Við tókum yfir 50 fráköst og vorum með tæplega 30 stoðsendingar í leiknum. Þar erum við að bæta boltaflæðið hjá okkur frá því síðasta leik. Við vorum að fá aukasendingar og framlag frá mörgum leikmönnum. Þannig að þetta var góður dagur hjá okkur og því ber að fagna,“ sagði Bjarni. Lele Hardy var frábær í leiknum í kvöld. Er hún besti leikmaður deildarinnar að þínu mati? „Já, hún er besti leikmaðurinn í deildinni og ég held að það mótmæli því engin. Hún er með 9 stolna bolta, sjö stoðsendingar og yfir 20 fráköst hérna í kvöld. Lele er ótrúlegur leikmaður inn á vellinum jafnt sem utan hans og hefur smollið vel inn þetta lið já okkur,“ sagði Bjarni að lokum.Haukar-Grindavík 86-68 (25-17, 19-19, 21-16, 21-16)Haukar: Lele Hardy 31/20 fráköst/6 stoðsendingar/9 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 14/7 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Íris Sverrisdóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/5 fráköst, Lauren Oosdyke 9/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 8, Katrín Ösp Eyberg 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3.Leiklýsing: Haukar - GrindavíkLeik lokið () : Haular klára þennan leik. Þær voru heilt yfir sterkara liðið á öllum sviðum. Frábær vörn og hraðar skyndisóknir skiluðu þessu tveimur punktum í hús.38. mínúta (84-68) : Íris Sverrisdóttir er að hitta vel fyrir heimastúlkur sem líta út fyrir að vera sigla þessum sigri í höfn36. mínúta (82-63) : Haukar bæta í hægt en örugglega. Grindavík er sem fyrr ekki að finna sig sóknalega og þá eru þær alltof seinar tilbaka þegar Haukar sækja hratt á þær.34. mínúta (76-56) : Virkilega góður kafli hjá heimastúlkum. Gengur lítið sem ekkert hjá gestunum og Haukar ganga á lagið. Lele rífur niður frákast og skorar.32. mínúta (75-54) : Jóhanna Björk Sverrisdóttir með flottan þrist fyrir Hauka. Lele stelur svo boltanum og er eldsnögg fram og skorar.Þriðja leikhluta lokið (65-52) : Grindavík með ágætis loka kafla og minnka muninn fyrir síðasta leikhlutann. Unnu niður sjö stig á síðustu tveimur mínútunum.28. mínúta (65-43) : Grindvíkingar eru farnir að pirra sig á dómaranum ofan á allt annað. Lele Hardy hirðir hvert frákastið á eftir öðru og er að spila algjöran stjörnuleik. Pálína Gunnlaugsdóttir liggur kvalin á vellinum. Þvílík óhljóð. Hún hlýtur að hafa slitið krossbönd þar sem hún heldur um hnéið á sér. 26. mínúta (60-41) : Haukar eru að stinga af. Gengur ekkert hjá Grindavík og þjálfari liðsins er brjálaður á hliðarlínunni.24. mínúta (55-41) : Haukastúlkur með góðan kafla og bæta í forystuna. Grindavík nær illa að brjóta sig í gegnum vörn heimastúlkna sem er öflug. Lele heldur áfram að raða niður stigum fyrir sitt lið.22. mínúta (48-39) : Lele heldur áfram að spila samherja sína uppi og Grindavíkingar eiga í erfiðleikum með að stoppa hana. Lauren Oosdyke setur niður góðan þrist fyrir gestina.Hálfleikur (44-36) : Fínn kafli á lokamínútum hálfleiksins hjá Grindavík. María Ben Erlingsdóttir skoraði 5 stig röð fyrir Grindavík undir lokin. Haukar hafa verið sterkari aðilinn í leiknum. Öflug vörn ásamt skæðum skyndisóknum og góðri hittni er að skapa þeim 8 stiga foskoti eftir fyrstu 20 mínúturnar. Lele Hardy er komin með 19 stig.18. mínúta (44-29) : Haukastúlkur eru að hitta vel og Margrét Rósa Hálfdánardóttir setti niður flotta körfu. Það gengur ekkert upp í sóknarleik gestanna þar sem vörnin hjá Haukum er öflug.16. mínúta (38-26) : Haukar stela boltanum trekk í trekk af Grindavík. Lele er eins og elding fram og fær körfu eða villu í hvert skipti. Grindvíkin læðir inn körfu þó reglulega og halda sér inn í leiknum.14. mínúta (32-22) : Ingibjörg Jakobsdóttir setur niður tvö vítaskot fyrir gestina. Grindavík fékk boltann strax aftur eftir fína vörn en náðu ekki að skora.12. mínúta (27-19) : Ágætis kafli hjá Grindavík. Þær tóku sig saman í vörninni en Haukarstúlkur eru fljótar að refsa og halda þeim í þægilegri fjarlægð.Fyrsta leikhluta lokið (25-17) : Grindvíkingar áttu dapran leikhluta. Þær spiluðu lélega vörn og voru að hitta illa. Haukastúlkur spiluðu frábæra vörn og sóttu hratt á þær gulu. Lele Hardy er komin með 10 stig.8: mínúta (23-10) : Haukastúlkur eru hreinlega að valta yfir Grindavík hérna í fyrsta leikhluta. Þær spila góða vörn og sækja hratt á Grindavík.6. mínúta (16-8) : Klaufagangur hjá Grindavík þessa stundina. Íris Sverrisdóttir setur niður þrist og Lele skorar strax aftur fyrir Hauka.4. mínúta (9-5) : Haukar spila fanta góða vörn og Grindavík á í erfiðleikum með að skora. Þá setur Palína Gunnlaugsdóttir niður þrist fyrir þær gulklæddu.2. mínúta (5-0) : Lele skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Hauka. Haukastúlkur mættu einbeittari til leiks og Lele skoraði aftur án þess að Grindvíkingar næðu sínum fyrstu stigum.Fyrir leik: Þessi leikur er síðasti leikur 10. umferðar í Dominosdeildar kvenna og með sigri geta liðin tryggt sér 3. sætið.Fyrir leik: Eins og fyrr segir eru þessi lið hnífjöfn í deildinni og má því búast við spennandi og skemmtilegum leik.Fyrir leik: Kaninn hjá Grindavík, Lauren Oosdyke, hefur spilað vel fyrir liðið í vetur og er með 19.3 stig í leik. Lauren er einnig frákastahæst með 11.1 frákast í leik en Ingibjörg Jakobsdóttir er með flestar stoðsendingar eða 5.2 í leik.Fyrir leik: Hjá Haukum er Lele Hardy algjör yfirburða leikmaður. Hún er best í öllum þáttum leiksins og hefur skorað 32 stig að meðaltali í leik, tekið 20.2 fráköst og gefið 5.9 stoðsendingar.Fyrir leik: Grindavík tapaði stórt í síðustu umferð gegn nágrönnum sínum í Keflavík. Grindavík er með sama vinningshlutfall og Haukar eða fimm sigra og fjögur töp. Grindavík er sem stendur í 3. sæti deildarinnar.Fyrir leik: Heimakonur í Haukum sigruðu Njarðvík með níu stigum í síðustu umferð deildarinnar og sitja í 4. sæti í Dominos-deild kvenna með 10 stig.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Grindavíkur lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Haukastúlkur tryggðu sér 3. sætið í Dominos-deild kvenna með, 86-68, sigri á Grindavík í kvöld. Heimastúlkur voru sterkari aðilinn allan leikinn og Grindavík komst lítið áfram. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum tveimur punktum í hús fyrir Hauka. Lele Hardy átti mjög góðan leik fyrir þær rauðklæddu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti og með góðri vörn og hröðum sóknum náðu þær forystu snemma í leiknum. Grindvíkingar voru lengi að byrja og voru alveg út á þekju í vörninni fyrsta korterið. Eftir fyrsta leikhluta voru þær rauðklæddu komnar með átta stiga forskot. Lele Hardy var gestunum erfið og bar hún sóknaleik Hauka uppi á löngum köflum. Ef Lele skoraði ekki spilaði hún samherja sína uppi sem voru að hitta vel. Haukastúlkur spiluðu vel fyrstu 20 mínúturnar og Grindavík elti allan tíman. Staðan í hálfleik var, 44-36 og Haukar með átta stiga forystu. Heimastúlkur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og bættu við forskot sitt hægt en örugglega. Lele Hardy spilaði áfram frábærlega. Hún tók hvert frákastið niður eftir öðru og átti margar flottar stoðsendingar. Leiðindaratvik átti sér stað á 28. mínútu þegar að Pálína Gunnlaugsdóttir, lykilmaður Grindavíkur, féll í gólfið og hélt um hnéð. Pálína rak upp mikil óhljóð og augljóst að meiðslin voru alvarleg. Hún var borin út á börum til frekari aðhlynningar. Sjúkraþjálfari Grindavíkur sagði að þetta væri alvarlegt en þó ekki slitin krossbönd. Pálína var búin að vera þeirra besti leikmaður til þessa og útlitið því svart. Haukar héldu áfram að spila öfluga vörn og sóttu stíft í bakið á gestunum. Lengra komust Grindvíkingar ekki í leiknum og Haukar sigruðu því sanngjarnan 18 stiga sigur og komust þar með í 3. sæti í deildinni. Eins og fyrr segir var Lele Hardy frábær fyrir heimaliðið og skoraði 31 stig og tók 21 fráköst. Margrét Rósa Hálfdánardóttir átti sömuleiðis flottan leik fyrir Hauka og skoraði 14 stig. Hjá Grindavík var Palína stigahæst með 15 stig þrátt fyrir að fara meidd af velli á 28. mínútu.Bjarni: Vorum að fá framlag frá mörgum leikmönnum „Ég er mjög ánægður hvernig við komum inn í leikinn. Það var góður andi í þessu hjá okkur allan tímann,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Svona á heildina að þá er ég mjög ánægður með þennan leik.“ „Það sem við lögðum upp með varnarlega gekk upp. Eina sem má gagnrýna í okkar leik er að við fáum á okkur í þrígang slæman kafla í lok leikhlutans. Þær taka þrisvar sinnum 9 stig í röð á okkur,“ sagði Bjarni en bætti við: „ Við vorum öflug í fráköstum. Við tókum yfir 50 fráköst og vorum með tæplega 30 stoðsendingar í leiknum. Þar erum við að bæta boltaflæðið hjá okkur frá því síðasta leik. Við vorum að fá aukasendingar og framlag frá mörgum leikmönnum. Þannig að þetta var góður dagur hjá okkur og því ber að fagna,“ sagði Bjarni. Lele Hardy var frábær í leiknum í kvöld. Er hún besti leikmaður deildarinnar að þínu mati? „Já, hún er besti leikmaðurinn í deildinni og ég held að það mótmæli því engin. Hún er með 9 stolna bolta, sjö stoðsendingar og yfir 20 fráköst hérna í kvöld. Lele er ótrúlegur leikmaður inn á vellinum jafnt sem utan hans og hefur smollið vel inn þetta lið já okkur,“ sagði Bjarni að lokum.Haukar-Grindavík 86-68 (25-17, 19-19, 21-16, 21-16)Haukar: Lele Hardy 31/20 fráköst/6 stoðsendingar/9 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 14/7 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Íris Sverrisdóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/5 fráköst, Lauren Oosdyke 9/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 8, Katrín Ösp Eyberg 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3.Leiklýsing: Haukar - GrindavíkLeik lokið () : Haular klára þennan leik. Þær voru heilt yfir sterkara liðið á öllum sviðum. Frábær vörn og hraðar skyndisóknir skiluðu þessu tveimur punktum í hús.38. mínúta (84-68) : Íris Sverrisdóttir er að hitta vel fyrir heimastúlkur sem líta út fyrir að vera sigla þessum sigri í höfn36. mínúta (82-63) : Haukar bæta í hægt en örugglega. Grindavík er sem fyrr ekki að finna sig sóknalega og þá eru þær alltof seinar tilbaka þegar Haukar sækja hratt á þær.34. mínúta (76-56) : Virkilega góður kafli hjá heimastúlkum. Gengur lítið sem ekkert hjá gestunum og Haukar ganga á lagið. Lele rífur niður frákast og skorar.32. mínúta (75-54) : Jóhanna Björk Sverrisdóttir með flottan þrist fyrir Hauka. Lele stelur svo boltanum og er eldsnögg fram og skorar.Þriðja leikhluta lokið (65-52) : Grindavík með ágætis loka kafla og minnka muninn fyrir síðasta leikhlutann. Unnu niður sjö stig á síðustu tveimur mínútunum.28. mínúta (65-43) : Grindvíkingar eru farnir að pirra sig á dómaranum ofan á allt annað. Lele Hardy hirðir hvert frákastið á eftir öðru og er að spila algjöran stjörnuleik. Pálína Gunnlaugsdóttir liggur kvalin á vellinum. Þvílík óhljóð. Hún hlýtur að hafa slitið krossbönd þar sem hún heldur um hnéið á sér. 26. mínúta (60-41) : Haukar eru að stinga af. Gengur ekkert hjá Grindavík og þjálfari liðsins er brjálaður á hliðarlínunni.24. mínúta (55-41) : Haukastúlkur með góðan kafla og bæta í forystuna. Grindavík nær illa að brjóta sig í gegnum vörn heimastúlkna sem er öflug. Lele heldur áfram að raða niður stigum fyrir sitt lið.22. mínúta (48-39) : Lele heldur áfram að spila samherja sína uppi og Grindavíkingar eiga í erfiðleikum með að stoppa hana. Lauren Oosdyke setur niður góðan þrist fyrir gestina.Hálfleikur (44-36) : Fínn kafli á lokamínútum hálfleiksins hjá Grindavík. María Ben Erlingsdóttir skoraði 5 stig röð fyrir Grindavík undir lokin. Haukar hafa verið sterkari aðilinn í leiknum. Öflug vörn ásamt skæðum skyndisóknum og góðri hittni er að skapa þeim 8 stiga foskoti eftir fyrstu 20 mínúturnar. Lele Hardy er komin með 19 stig.18. mínúta (44-29) : Haukastúlkur eru að hitta vel og Margrét Rósa Hálfdánardóttir setti niður flotta körfu. Það gengur ekkert upp í sóknarleik gestanna þar sem vörnin hjá Haukum er öflug.16. mínúta (38-26) : Haukar stela boltanum trekk í trekk af Grindavík. Lele er eins og elding fram og fær körfu eða villu í hvert skipti. Grindvíkin læðir inn körfu þó reglulega og halda sér inn í leiknum.14. mínúta (32-22) : Ingibjörg Jakobsdóttir setur niður tvö vítaskot fyrir gestina. Grindavík fékk boltann strax aftur eftir fína vörn en náðu ekki að skora.12. mínúta (27-19) : Ágætis kafli hjá Grindavík. Þær tóku sig saman í vörninni en Haukarstúlkur eru fljótar að refsa og halda þeim í þægilegri fjarlægð.Fyrsta leikhluta lokið (25-17) : Grindvíkingar áttu dapran leikhluta. Þær spiluðu lélega vörn og voru að hitta illa. Haukastúlkur spiluðu frábæra vörn og sóttu hratt á þær gulu. Lele Hardy er komin með 10 stig.8: mínúta (23-10) : Haukastúlkur eru hreinlega að valta yfir Grindavík hérna í fyrsta leikhluta. Þær spila góða vörn og sækja hratt á Grindavík.6. mínúta (16-8) : Klaufagangur hjá Grindavík þessa stundina. Íris Sverrisdóttir setur niður þrist og Lele skorar strax aftur fyrir Hauka.4. mínúta (9-5) : Haukar spila fanta góða vörn og Grindavík á í erfiðleikum með að skora. Þá setur Palína Gunnlaugsdóttir niður þrist fyrir þær gulklæddu.2. mínúta (5-0) : Lele skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Hauka. Haukastúlkur mættu einbeittari til leiks og Lele skoraði aftur án þess að Grindvíkingar næðu sínum fyrstu stigum.Fyrir leik: Þessi leikur er síðasti leikur 10. umferðar í Dominosdeildar kvenna og með sigri geta liðin tryggt sér 3. sætið.Fyrir leik: Eins og fyrr segir eru þessi lið hnífjöfn í deildinni og má því búast við spennandi og skemmtilegum leik.Fyrir leik: Kaninn hjá Grindavík, Lauren Oosdyke, hefur spilað vel fyrir liðið í vetur og er með 19.3 stig í leik. Lauren er einnig frákastahæst með 11.1 frákast í leik en Ingibjörg Jakobsdóttir er með flestar stoðsendingar eða 5.2 í leik.Fyrir leik: Hjá Haukum er Lele Hardy algjör yfirburða leikmaður. Hún er best í öllum þáttum leiksins og hefur skorað 32 stig að meðaltali í leik, tekið 20.2 fráköst og gefið 5.9 stoðsendingar.Fyrir leik: Grindavík tapaði stórt í síðustu umferð gegn nágrönnum sínum í Keflavík. Grindavík er með sama vinningshlutfall og Haukar eða fimm sigra og fjögur töp. Grindavík er sem stendur í 3. sæti deildarinnar.Fyrir leik: Heimakonur í Haukum sigruðu Njarðvík með níu stigum í síðustu umferð deildarinnar og sitja í 4. sæti í Dominos-deild kvenna með 10 stig.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Grindavíkur lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira