Smáar en knáar tónlistarhátíðir 8. janúar 2013 14:00 Pan Thorarensen skipuleggur extreme chill á Hellissandi. Dagsetningar eru komnar á tvær íslenskar tónlistarhátíðir haldnar í sumar. Búið er að ákveða dagsetningar fyrir tónlistarhátíðir Rauðasandur og Extreme Chill sem verða haldnar í sumar í þriðja og fjórða sinn. Báðar hátíðirnar eru frekar smáar í sniðum en hafa verið að festa sig vel í sessi. Rauðasandur Festival verður haldin í þriðja sinn 4. til 7. júlí. Hún fer fram á Rauðasandi á vestfjörðum og þar er spiluð kántrí-, blágras-, þjóðlaga-, blús- og reggítónlist. Á meðal þeirra sem spiluðu í fyrra voru Lay Low, Prinspóló, Snorri Helgason og Ylja. Á bilinu 220 til 250 miðar voru seldir á hátíðina og að sögn Jónínu de la Rosa, eins af skipuleggjendunum, er stefnt að því að halda hátíðinni lágstemmdri og fjölskylduvænni, þannig að hver og einn geti verið í ró og næði ef hann vill. „Fólk nær líka að kynnast betur þegar það eru svona fáir," segir Jónína og bætir við að markmiðið sé að fjöldinn fari aldrei yfir 500 manns. Boðið verður upp á takmarkað magn miða á hátíðina á 6.500 krónur snemma á þessu ári fyrir áhugasama. Aðeins fimm dögum eftir að Rauðasandi lýkur hefst Extreme Chill Festival sem verður haldin í fjórða sinn á Hellissandi á Snæfellsnesi 12. til 14. júlí. Þar er raftónlist í hávegum höfð og á meðal flytjenda í fyrra voru Futuregrapher, Beatmakin Troopa, Krummi og Yagya. Um 350 miðar voru seldir á hátíðina. „Þetta er aðeins meira partí hjá okkur," segir skipuleggjandinn Pan Thorarensen spurður út í muninn á Extreme Chill og Rauðasandi. „En í fyrra vorum við með tvö tjaldsvæði, eitt fjölskylduvænt og eitt fyrir partí," segir hann og bætir við að hátíðin hafi alltaf farið mjög vel fram. Miðaverð á Extreme Chill í ár verður um átta þúsund krónur. -fbMyndin er frá RauðasandshátíðinniMynd/ Friðrik Örn Hjaltested Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Dagsetningar eru komnar á tvær íslenskar tónlistarhátíðir haldnar í sumar. Búið er að ákveða dagsetningar fyrir tónlistarhátíðir Rauðasandur og Extreme Chill sem verða haldnar í sumar í þriðja og fjórða sinn. Báðar hátíðirnar eru frekar smáar í sniðum en hafa verið að festa sig vel í sessi. Rauðasandur Festival verður haldin í þriðja sinn 4. til 7. júlí. Hún fer fram á Rauðasandi á vestfjörðum og þar er spiluð kántrí-, blágras-, þjóðlaga-, blús- og reggítónlist. Á meðal þeirra sem spiluðu í fyrra voru Lay Low, Prinspóló, Snorri Helgason og Ylja. Á bilinu 220 til 250 miðar voru seldir á hátíðina og að sögn Jónínu de la Rosa, eins af skipuleggjendunum, er stefnt að því að halda hátíðinni lágstemmdri og fjölskylduvænni, þannig að hver og einn geti verið í ró og næði ef hann vill. „Fólk nær líka að kynnast betur þegar það eru svona fáir," segir Jónína og bætir við að markmiðið sé að fjöldinn fari aldrei yfir 500 manns. Boðið verður upp á takmarkað magn miða á hátíðina á 6.500 krónur snemma á þessu ári fyrir áhugasama. Aðeins fimm dögum eftir að Rauðasandi lýkur hefst Extreme Chill Festival sem verður haldin í fjórða sinn á Hellissandi á Snæfellsnesi 12. til 14. júlí. Þar er raftónlist í hávegum höfð og á meðal flytjenda í fyrra voru Futuregrapher, Beatmakin Troopa, Krummi og Yagya. Um 350 miðar voru seldir á hátíðina. „Þetta er aðeins meira partí hjá okkur," segir skipuleggjandinn Pan Thorarensen spurður út í muninn á Extreme Chill og Rauðasandi. „En í fyrra vorum við með tvö tjaldsvæði, eitt fjölskylduvænt og eitt fyrir partí," segir hann og bætir við að hátíðin hafi alltaf farið mjög vel fram. Miðaverð á Extreme Chill í ár verður um átta þúsund krónur. -fbMyndin er frá RauðasandshátíðinniMynd/ Friðrik Örn Hjaltested
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið