Elsku bestu Reykvíkingar BIN-hópurinn skrifar 12. júní 2013 08:52 Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar