Sjálfstæðismönnum má treysta Benedikt Jóhannesson skrifar 28. júní 2013 06:00 Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun