Íslenskur fjallabíll í framleiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. apríl 2014 19:29 Framleiðsla á alíslenskum fjallabíl er að hefjast hér á landi og standa vonir til að fyrsti bílinn komi á göturnar í lok árs. Bíllinn er hannaður af Íslendingum og verður settur saman á Íslandi. Ari Arnórsson er stofnandi Ísar sem á morgun mun ganga frá sölu á þremur alíslenskum Ísar TorVeg fjallabílum til ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Segja má að blað verði brotið í íslenskri bílasögu en ekki hefur áður verið hannaður og raðsmíðaður íslenskur bíll hér á landi. Ari hefur lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að hanna fjallabíl sem mæti sérstaklega þörfum ferðaþjónustu- og björgunafólks.Á götu og jöklum „Þetta eru stórjeppar sem eru í mikilli breidd og eru þess vegna minni um sig. Það geta fimm farþegar setið þversum. Markmiðin eru einföld: Þetta eiga að vera færustu, hæfustu götuskráðir jeppar sem geta verið á götu og farið yfir jökkla,“ segir Ari. Ekki sé verið að finna upp hjólið. Íhlutir bílsins verði erlendir en öll hönnun sé íslensk og bíllinn settur saman á Íslandi. Hann hefur fengið til liðs við sig íslenska sérfræðinga en markmiðið er að bíllinn hafi endingu á við farþegaþotur. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. „Áhugi þeirra sem ætla og þurfa að nota þessi tæki er einlægur. Nú hafa allmargir notendur þessara tækja keypt hlutafé í þessu litla fyrirtæki til þess að ýta því á flot,“ segir Ari. ÍsarTorVeg fjallabíllinn verður framleiddur í nokkrum útgáfum, 7-18 manna. Stefnt er að því að bíllinn verði mun hagkvæmari fyrir ferðaþjónustufyrirtæki en þeir bílar sem nú eru á markaði. Hvað mun hinn íslenski fjallabíll kosta? „Vonandi verður það sambærilegt og að kaupa nýjan Range Rover. Það er ekki raunhæft að smíða svona tæki og selja undir 20 milljónum króna.“ Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Framleiðsla á alíslenskum fjallabíl er að hefjast hér á landi og standa vonir til að fyrsti bílinn komi á göturnar í lok árs. Bíllinn er hannaður af Íslendingum og verður settur saman á Íslandi. Ari Arnórsson er stofnandi Ísar sem á morgun mun ganga frá sölu á þremur alíslenskum Ísar TorVeg fjallabílum til ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Segja má að blað verði brotið í íslenskri bílasögu en ekki hefur áður verið hannaður og raðsmíðaður íslenskur bíll hér á landi. Ari hefur lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að hanna fjallabíl sem mæti sérstaklega þörfum ferðaþjónustu- og björgunafólks.Á götu og jöklum „Þetta eru stórjeppar sem eru í mikilli breidd og eru þess vegna minni um sig. Það geta fimm farþegar setið þversum. Markmiðin eru einföld: Þetta eiga að vera færustu, hæfustu götuskráðir jeppar sem geta verið á götu og farið yfir jökkla,“ segir Ari. Ekki sé verið að finna upp hjólið. Íhlutir bílsins verði erlendir en öll hönnun sé íslensk og bíllinn settur saman á Íslandi. Hann hefur fengið til liðs við sig íslenska sérfræðinga en markmiðið er að bíllinn hafi endingu á við farþegaþotur. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. „Áhugi þeirra sem ætla og þurfa að nota þessi tæki er einlægur. Nú hafa allmargir notendur þessara tækja keypt hlutafé í þessu litla fyrirtæki til þess að ýta því á flot,“ segir Ari. ÍsarTorVeg fjallabíllinn verður framleiddur í nokkrum útgáfum, 7-18 manna. Stefnt er að því að bíllinn verði mun hagkvæmari fyrir ferðaþjónustufyrirtæki en þeir bílar sem nú eru á markaði. Hvað mun hinn íslenski fjallabíll kosta? „Vonandi verður það sambærilegt og að kaupa nýjan Range Rover. Það er ekki raunhæft að smíða svona tæki og selja undir 20 milljónum króna.“
Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira