Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júlí 2014 22:45 Hamilton geysist um brautina á æfingu í dag. Vísir/Getty Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00
Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17
Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45