Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 13:15 Pavel á æfingu landsliðsins. Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti