Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. október 2014 10:29 Eygló hefur sagt að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd Vísir / GVA Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“. Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“.
Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01