Hátækniprjón og steinaldarhlutir í nútímabúning Álfrún Pálsdóttir skrifar 27. mars 2014 18:00 Það kennir ýmissa grasa á sýningu sem verður opnuð í Hannesarholti í dag á vegum Hönnu Dísar Whitehead, Rúnu Thors, Petru Lilju og Víkur Prjónsdóttur. Vísir/Daníel „Þetta er samsýning þar sem áhersla er á iðn- og vöruhönnun og óhætt að segja að hér kennir ýmissa grasa,“ segir hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead sem er ein af aðstandendum sýningar sem verður opnuð í Hannesarholti í dag klukkan 20. Ásamt Hönnu Dís eru hönnuðirnir Rúna Thors, Petra Lilja, Vík Prjónsdóttir og sænski hönnunarmiðillinn Summit í Hannesarholti. Öll eru þau með mismunandi verk til sýnis. Vík Prjónsdóttir og sænski hönnuðurinn Petra Lilja taka höndum saman og frumsýna hátækniprjónateppi unnið út frá goðsögninni um Medúsu. „Þetta er í raun listaverk og eins og prentuð mynd, Sjón er sögu ríkari í þessum efnum,“ segir Hanna Dís sem sjálf sýnir sína eigin hönnun sem nefnist Fortíð í nútíð. „Þar er ég að velta fyrir mér hvernig við mundum nota hluti úr steinöld í nútíðinni. Við Rúna Thors hönnum svo saman undir merkinu Whitehorse og í ár eru við með svokallaða kökustimpla til sýnis.“ Sænski hönnunarmiðillinn Summit verður með ferðasjóðsverkefnið sitt á sýningunni en Summit er hönnunar- og arkitektúrhlaðvarp sem gefur einnig út bækur. Blaðamenn á þeirra vegum ætla að selja skissur frá fimm þekktum sænskum hönnuðum og verður ágóðinn af sölunni veittur einum íslenskum hönnuði sem hann á að nýta sér til að fara á Stockholm Design Week árið 2015. „HönnunarMars er viðburður sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli enda tækifæri fyrir okkur að ná til almennings, hitta aðra sem starfa í sama geira og mynda tengslanet,“ segir Hanna Dís sem hlakkar til daganna framundan. Nánari upplýsingar um HönnunarMars og yfirlit um alla viðburði má finna á síðunni honnunarmars.is. HönnunarMars Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Þetta er samsýning þar sem áhersla er á iðn- og vöruhönnun og óhætt að segja að hér kennir ýmissa grasa,“ segir hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead sem er ein af aðstandendum sýningar sem verður opnuð í Hannesarholti í dag klukkan 20. Ásamt Hönnu Dís eru hönnuðirnir Rúna Thors, Petra Lilja, Vík Prjónsdóttir og sænski hönnunarmiðillinn Summit í Hannesarholti. Öll eru þau með mismunandi verk til sýnis. Vík Prjónsdóttir og sænski hönnuðurinn Petra Lilja taka höndum saman og frumsýna hátækniprjónateppi unnið út frá goðsögninni um Medúsu. „Þetta er í raun listaverk og eins og prentuð mynd, Sjón er sögu ríkari í þessum efnum,“ segir Hanna Dís sem sjálf sýnir sína eigin hönnun sem nefnist Fortíð í nútíð. „Þar er ég að velta fyrir mér hvernig við mundum nota hluti úr steinöld í nútíðinni. Við Rúna Thors hönnum svo saman undir merkinu Whitehorse og í ár eru við með svokallaða kökustimpla til sýnis.“ Sænski hönnunarmiðillinn Summit verður með ferðasjóðsverkefnið sitt á sýningunni en Summit er hönnunar- og arkitektúrhlaðvarp sem gefur einnig út bækur. Blaðamenn á þeirra vegum ætla að selja skissur frá fimm þekktum sænskum hönnuðum og verður ágóðinn af sölunni veittur einum íslenskum hönnuði sem hann á að nýta sér til að fara á Stockholm Design Week árið 2015. „HönnunarMars er viðburður sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli enda tækifæri fyrir okkur að ná til almennings, hitta aðra sem starfa í sama geira og mynda tengslanet,“ segir Hanna Dís sem hlakkar til daganna framundan. Nánari upplýsingar um HönnunarMars og yfirlit um alla viðburði má finna á síðunni honnunarmars.is.
HönnunarMars Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira