Þversagnakennd Evrópustefna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun