Segir aðgengi 25 ára og eldri að framhaldsskólum skerðast Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. september 2014 10:00 Stjórn Kennarasambands Íslands segir styrk íslenska framhaldsskólans hafa falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. VÍSIR/GVA Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“ Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“
Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira