Ríkið fái auknar heimildir til að segja upp starfsfólki Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Stjórnarþingmenn vilja breytingar á lögunum um opinbera starfsmenn. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira