Aron: Vorum of fljótir að hengja haus Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. janúar 2015 18:58 Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. Vísir/Ernir „Fyrst of fremst er það sóknarleikurinn sem bregst í dag. Við gerum of mikið af feilum,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Við köstum boltanum allt of oft einfaldlega frá okkur þegar við erum í góðri stöðu til að spila okkur í gegn. Svo eru einhver skipti þar sem við hefðum átt að róa og þá fáum við á okkur ruðning eða eitthvað slíkt. Það eru dýrir boltar að missa þegar það er búið að vinna vel fyrir honum. „Við áttum að fá meira út úr fyrri hálfleiknum með þá markvörslu og vörn sem við vorum með. Það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik er 6/0 vörnin lengst af og markvarslan lengst af. Svo fellur það niður með öllu öðru. „Það vantar ógnun að utan, sérstaklega frá vinstri vængnum. Lengi vel í seinni hálfleik voru það tæknifeilar og skotklikk. Það var kafli sem drepur okkur í leiknum og við missum þá fram úr okkur. Við reynum að breyta til og fara í 3-2-1 vörn og reyna að vinna einhverja bolta upp úr því og fá hraðaupphlaup og þá unnum við það ekki nægjanlega rétt. Því þurfum við að læra af. „Það er ekki fyrr en undir lokin á leiknum þegar leikurinn er tapaður, þá förum við að skora utan af velli. Þá fer sóknin að detta í gang en þá erum við ennþá að fá á okkur mörk,“ sagði Aron. Sigurbergur Sveinsson fékk tækifærið í sókninni hjá Íslandi en virkaði á undirritaðann eins og hann ætlaði sér of mikið og náði sér ekki fyrir vikið á strik. „Það er spurning hvort hann hafi ætlar sér of mikið en mér fannst hann stíga vel upp í lokin sem var jákvætt og það er eitthvað sem hann verður að taka með sér. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina eða stressa sig yfir þessu. Það þarf að vera sem best undirbúinn og klár.“ Snorri Steinn Guðjónsson var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik og sat í nokkrar mínútur á bekknum í kjölfarið. Á þeim kafla hrundi sókn Íslands og Þýskaland gekk á lagið. „Mér fannst hann leika vel í seinni hálfleik, bæði í skot ógnun og að vinna með línu. Hann virkar auðvitað enn betur ef skytturnar eru að virka vel. „Á þeim tíma þegar illa gekk vorum við of fljótir að hengja haus og höldum áfram að gera mistök í stað þess að stoppa og segja nú þurfum við að spila aðeins meira agað,“ sagði Aron. Aron hafi engar nýjar fréttir að færa af nafna sínum Pálmarssyni sem var ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. „Það er bara dagamunur á honum. Hann er farinn að hlaupa og lyfta og skjóta aðeins og hreyfa sig. Svo sjáum við eftir helgina hvort hann detti ekki inn á liðsæfingar. „Ég held að þetta sé á réttri leið og síðast þegar ég talaði við hann virtist vera hugur í honum. Ég vona að hann verði klár í Katar en við getum ekkert verið að einbeita okkur að því. Við þurfum að einbeitar okkur að því liði sem getur spilað og vinna í þeim. „Það þýðir ekkert fyrir liðið að vera að bíða eftir Aroni. Við þurfum að spila út úr þessu án hans líka,“ sagði Aron. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið "Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:20 Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax "Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:42 Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað "Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústafsson markvörður Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:27 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Fyrst of fremst er það sóknarleikurinn sem bregst í dag. Við gerum of mikið af feilum,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Við köstum boltanum allt of oft einfaldlega frá okkur þegar við erum í góðri stöðu til að spila okkur í gegn. Svo eru einhver skipti þar sem við hefðum átt að róa og þá fáum við á okkur ruðning eða eitthvað slíkt. Það eru dýrir boltar að missa þegar það er búið að vinna vel fyrir honum. „Við áttum að fá meira út úr fyrri hálfleiknum með þá markvörslu og vörn sem við vorum með. Það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik er 6/0 vörnin lengst af og markvarslan lengst af. Svo fellur það niður með öllu öðru. „Það vantar ógnun að utan, sérstaklega frá vinstri vængnum. Lengi vel í seinni hálfleik voru það tæknifeilar og skotklikk. Það var kafli sem drepur okkur í leiknum og við missum þá fram úr okkur. Við reynum að breyta til og fara í 3-2-1 vörn og reyna að vinna einhverja bolta upp úr því og fá hraðaupphlaup og þá unnum við það ekki nægjanlega rétt. Því þurfum við að læra af. „Það er ekki fyrr en undir lokin á leiknum þegar leikurinn er tapaður, þá förum við að skora utan af velli. Þá fer sóknin að detta í gang en þá erum við ennþá að fá á okkur mörk,“ sagði Aron. Sigurbergur Sveinsson fékk tækifærið í sókninni hjá Íslandi en virkaði á undirritaðann eins og hann ætlaði sér of mikið og náði sér ekki fyrir vikið á strik. „Það er spurning hvort hann hafi ætlar sér of mikið en mér fannst hann stíga vel upp í lokin sem var jákvætt og það er eitthvað sem hann verður að taka með sér. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina eða stressa sig yfir þessu. Það þarf að vera sem best undirbúinn og klár.“ Snorri Steinn Guðjónsson var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik og sat í nokkrar mínútur á bekknum í kjölfarið. Á þeim kafla hrundi sókn Íslands og Þýskaland gekk á lagið. „Mér fannst hann leika vel í seinni hálfleik, bæði í skot ógnun og að vinna með línu. Hann virkar auðvitað enn betur ef skytturnar eru að virka vel. „Á þeim tíma þegar illa gekk vorum við of fljótir að hengja haus og höldum áfram að gera mistök í stað þess að stoppa og segja nú þurfum við að spila aðeins meira agað,“ sagði Aron. Aron hafi engar nýjar fréttir að færa af nafna sínum Pálmarssyni sem var ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. „Það er bara dagamunur á honum. Hann er farinn að hlaupa og lyfta og skjóta aðeins og hreyfa sig. Svo sjáum við eftir helgina hvort hann detti ekki inn á liðsæfingar. „Ég held að þetta sé á réttri leið og síðast þegar ég talaði við hann virtist vera hugur í honum. Ég vona að hann verði klár í Katar en við getum ekkert verið að einbeita okkur að því. Við þurfum að einbeitar okkur að því liði sem getur spilað og vinna í þeim. „Það þýðir ekkert fyrir liðið að vera að bíða eftir Aroni. Við þurfum að spila út úr þessu án hans líka,“ sagði Aron.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið "Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:20 Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax "Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:42 Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað "Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústafsson markvörður Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:27 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01
Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið "Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:20
Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax "Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:42
Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað "Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústafsson markvörður Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:27
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða