Yfirvofandi verkfall flugvirkja: Helstu samstarfsaðilum Gæslunnar gert viðvart Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:28 Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“ Fréttir af flugi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“
Fréttir af flugi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira