Danski miðvörðurinn Martin Rauschenberg mun ekki taka þátt í titilvörn Stjörnunnar í Pepsi-deildinni því þessi 23 ára strákur hefur gert samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Gefle IF. Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni.
Martin Rauschenberg var búinn að vera í tvö sumur hjá Stjörnunni en gerir nú þriggja ára samning við sænska liðið sem endaði í 14. sæti á síðustu leiktíð.
„Hann getur spilað í báðum miðvarðarstöðunum og getur notað bæði vinstri og hægri fót í uppspilinu. Hann hefur líka frábæra leiðtogahæfileika þrátt fyrir ungan aldur," sagði Hasse Berggren, íþróttastjóri Gefle IF, í viðtali á heimasíðu félagsins.
Stjörnuliðið varð í þriðja sætið fyrra ár Martin Rauschenberg hjá liðinu og vann svo titilinn síðasta sumar. Bættur varnarleikur liðsins átti mikinn þátt í betri gengi Garðbæinga.
Martin Rauschenberg varð í 3. sæti yfir bestu varnarmenn Pepsi-deildarinnar 2014 samkvæmt einkunnagjöf Vísis og Fréttablaðsins en hann var með 6,19 í meðaleinkunn.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar missa miðvörðinn sinn til Svíþjóðar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

