Hallgrími sparkað af Facebook vegna brjóstamyndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2015 20:31 Hallgrímur Helgason þarf að óbreyttu að byrja upp á nýtt á Facebook. Vísir/Valli Það er löngu orðið ljóst að samfélagsmiðilinn Facebook hefur engan áhuga á íslenskum brjóstum. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fékk að kenna á því að hafa deilt ljósmynd af berbrjósta stelpum fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð. Eins og öllum landsmönnum er löngu ljóst braust stór hluti íslensku kvenþjóðarinnar úr brjóstahöldurum sínum á fimmtudaginn og héldu #FreeTheNipple daginn hátíðlegan.Marseruðu stúlkur á menntaskólaaldri berbrjósta í miðbænum, þingkonur birtu brjóstamyndir á samfélagsmiðlum á meðan aðrar skelltu sér í sund topplausar. Með því vildu þær mótmæla þeirri reglu, sem virðist óskrifuð víða í íslensku samfélagi, að stelpur megi ekki vera berar að ofan og birta þannig myndir af sér ólíkt strákum.Jæja, Facebook-síðunni minni hefur þá verið lokað, út af þessu sem ég póstaði í gærkv. Silly me. pic.twitter.com/hYljxG8i3x— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) March 28, 2015 Hallgrímur Helgason birti brjóstamynd, sem sjá má hér að ofan, á Facebook og skrifaði við myndina: „Grunar að þessar myndir fari í Íslandssöguna. Kannski verður helstið um okkar tíma bara Hrunið 2008 og brjóstabyltingin 2015…“ Forsvarsmenn Facebook höfðu lítinn skilning á birtingu myndarinnar og lokuðu aðgangi Hallgríms. Hann er annar þjóðþekkti Íslendingurinn á skömmum tíma sem glatar Facebook-aðgangi sínum en Illugi Jökulsson lenti í því á dögunum af óþekktum ástæðum. Þar hurfu 5000 vinir á einu bretti. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00 Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25 Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12 Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Það er löngu orðið ljóst að samfélagsmiðilinn Facebook hefur engan áhuga á íslenskum brjóstum. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fékk að kenna á því að hafa deilt ljósmynd af berbrjósta stelpum fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð. Eins og öllum landsmönnum er löngu ljóst braust stór hluti íslensku kvenþjóðarinnar úr brjóstahöldurum sínum á fimmtudaginn og héldu #FreeTheNipple daginn hátíðlegan.Marseruðu stúlkur á menntaskólaaldri berbrjósta í miðbænum, þingkonur birtu brjóstamyndir á samfélagsmiðlum á meðan aðrar skelltu sér í sund topplausar. Með því vildu þær mótmæla þeirri reglu, sem virðist óskrifuð víða í íslensku samfélagi, að stelpur megi ekki vera berar að ofan og birta þannig myndir af sér ólíkt strákum.Jæja, Facebook-síðunni minni hefur þá verið lokað, út af þessu sem ég póstaði í gærkv. Silly me. pic.twitter.com/hYljxG8i3x— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) March 28, 2015 Hallgrímur Helgason birti brjóstamynd, sem sjá má hér að ofan, á Facebook og skrifaði við myndina: „Grunar að þessar myndir fari í Íslandssöguna. Kannski verður helstið um okkar tíma bara Hrunið 2008 og brjóstabyltingin 2015…“ Forsvarsmenn Facebook höfðu lítinn skilning á birtingu myndarinnar og lokuðu aðgangi Hallgríms. Hann er annar þjóðþekkti Íslendingurinn á skömmum tíma sem glatar Facebook-aðgangi sínum en Illugi Jökulsson lenti í því á dögunum af óþekktum ástæðum. Þar hurfu 5000 vinir á einu bretti.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00 Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25 Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12 Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00
Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25
Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12
Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið