Ökumönnum lá á að komast út á brautina vegna ótta við rigningu. Eldingar sáust við útjaður brautarsvæðisins og rigningin lá þar í laumi.
Manor og McLaren liðin duttu út í fyrstu lotu ásamt Felipe Nasr á Sauber. Jenson Button getur huggað sig við að vera hraðari en liðsfélagi sinn hjá McLaren, Fernando Alonso.
Manor liðið hafði tekið þátt í æfingum og annar ökumaður liðsins tók þátt í tímatökunni. Roberto Merhi náði að setja tíma en ekki innan 107% af besta tíma fyrstu lotu. Örlög liðsfélaganna hjá Manor eru því í höndum dómara keppninnar.
Dómararnir munu taka ákvörðun um hvort þeir fái að taka þátt. Will Stevens hafði sýnt að hann gat verið undir 107% frá besta tímanum á æfingum og því er líklegt að dómararnir leyfi Manor að taka þátt.

„Rigningin er að koma, við þurfum á þessum hring að halda, við þurfum á þessum hring að halda. Nokkrir dropar í beygjum 7 og 8,“ sagði keppnisverfræðingur Felipe Massa.
Rigningin kom og ruglaði röðinni. Ferrari menn höfðu vonast til að ná öðru og þriðja sæti en það gerðist ekki. Kimi Raikkonen endaði í 11. sæti.
Brautin breyttist í eitt stórt fljót og tíminn rann út í annarri lotu en enginn bíll fór út eftir fyrstu tilraun þeirra allra.
Öryggisbíllinn fór og athugaði aðstæður á brautinni. Tímatökunni var frestað í heildina um rúman hálftíma.
Dekkja verkfræðingar liðanna voru ósammála um dekkjaval um helmingur ökumana fór út í upphafi á regndekkjum en hinn helmingurinn á milliregndekjum. Liðin skiptu öll yfir á milliregndekk eftir fyrstu hringina, brautin þornaði hratt.
Tímarnir styttust hrat undir lok lotunnar og baráttan var eiginlega um það að vera síðastimaðurinn yfir línuna.
Bein útsending frá keppninni á morgun hefst klukkan 6:30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport.