Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 12:49 Pétur Kristinn Guðmarsson vísir Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni, sem er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. „Vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi“ Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, spurði hann út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til og hegðun hans á markaði. Lagði Pétur áherslu á það að ekki væri hægt að taka viðskipti hans með bréf í Kaupþingi út; horfa yrði á markaðinn í heild. „Við hjá eigin viðskiptum vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi, eins og saksóknari virðist halda. Við vorum að vinna á öllum markaðnum.“Enginn gerði athugasemdir við störf hans Vífill spurði Pétur út í eftirlit með starfi eigin viðskipta Kaupþings og kom meðal annars fram að hann og fleiri hjá deildinni hafi átt í reglulegum samskiptum við regluvörð bankans, Ólöfu Emblu Einarsdóttur. Pétur minntist þess ekki að hún hafi einhvern tímann gert athugasemdir við viðskiptin með bréf Kaupþings en auk hennar fylgdust áhættustýring og innra eftirlit bankans með deild eigin viðskipta. Enginn gerði neinar athugasemdir við störf Péturs.Kauphöllin og FME vissu hvert hlutverk eigin viðskipta var Þegar Vífill hafði lokið við að spyrja skjólstæðing sinn spurðu aðrir verjendur nokkurra spurninga. Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, spurði hvort að Pétur hafi einhvern tíma fengið fyrirmæli frá Ingólfi um að hækka gengi hlutabréfa í Kaupþingi eða mynda verðgólf á markaði. Sagðist Pétur ekki hafa fengið fyrirmæli um slíkt. Þá spurði Grímur hann um hlutverk eigin viðskipta varðandi að mynda seljanleika með bréf Kaupþings og hvort að það hafi verið þekkt á markaði. „Ég held að það hafi verið alþekkt á markaði. Eigin viðskipti Kaupþings voru gríðarlega stór í Kauphöllinni og þessar veltubækur stóru bankanna voru að veita seljanleika. Það tíðkaðist löngu fyrir ákærutímabilið og áður en ég byrjaði hjá bankanum 2005.“ Pétur var þá spurður hvort að Kauphöllin hafi vitað af þessu hlutverki. „Algjörlega,“ svaraði hann. Þá kvaðst hann aðspurður búast við því að Fjármálaeftirlitið hafi einnig þekkt hlutverk eigin viðskipta.„CC í einhverjum tölvupóstum“ Verjandi Hreiðars Más, Hörður Felix Harðarson, spurði Pétur að því hvort hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli frá Hreiðari. „Ég minnist þess ekki,“ svaraði Pétur. Þá spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, hvaða samskipti hann og Sigurður hafi átt á ákærutímabilinu. „Hann var cc í einhverjum tölvupóstum.“ Gestur spurði þá hvort hann hefði einhvern tíma hitt eða talað við Sigurð. „Aldrei.“Fyrirmæli um að kaupa á hærra verði Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði svo nánar út í fyrirmæli Ingólfs Helgasonar til Péturs. Vildi hann vita hvort að Ingólfur hafi fyrirskipað að setja fram hærra kauptilboð í bankann en síðustu viðskipti með bréf í bankann. Svaraði Pétur því til að hann hefði fengið slík fyrirmæli frá forstjóranum. Eftir hádegi hefst skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni, sem er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. „Vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi“ Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, spurði hann út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til og hegðun hans á markaði. Lagði Pétur áherslu á það að ekki væri hægt að taka viðskipti hans með bréf í Kaupþingi út; horfa yrði á markaðinn í heild. „Við hjá eigin viðskiptum vorum ekki að starfa í einhverju tómarúmi, eins og saksóknari virðist halda. Við vorum að vinna á öllum markaðnum.“Enginn gerði athugasemdir við störf hans Vífill spurði Pétur út í eftirlit með starfi eigin viðskipta Kaupþings og kom meðal annars fram að hann og fleiri hjá deildinni hafi átt í reglulegum samskiptum við regluvörð bankans, Ólöfu Emblu Einarsdóttur. Pétur minntist þess ekki að hún hafi einhvern tímann gert athugasemdir við viðskiptin með bréf Kaupþings en auk hennar fylgdust áhættustýring og innra eftirlit bankans með deild eigin viðskipta. Enginn gerði neinar athugasemdir við störf Péturs.Kauphöllin og FME vissu hvert hlutverk eigin viðskipta var Þegar Vífill hafði lokið við að spyrja skjólstæðing sinn spurðu aðrir verjendur nokkurra spurninga. Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, spurði hvort að Pétur hafi einhvern tíma fengið fyrirmæli frá Ingólfi um að hækka gengi hlutabréfa í Kaupþingi eða mynda verðgólf á markaði. Sagðist Pétur ekki hafa fengið fyrirmæli um slíkt. Þá spurði Grímur hann um hlutverk eigin viðskipta varðandi að mynda seljanleika með bréf Kaupþings og hvort að það hafi verið þekkt á markaði. „Ég held að það hafi verið alþekkt á markaði. Eigin viðskipti Kaupþings voru gríðarlega stór í Kauphöllinni og þessar veltubækur stóru bankanna voru að veita seljanleika. Það tíðkaðist löngu fyrir ákærutímabilið og áður en ég byrjaði hjá bankanum 2005.“ Pétur var þá spurður hvort að Kauphöllin hafi vitað af þessu hlutverki. „Algjörlega,“ svaraði hann. Þá kvaðst hann aðspurður búast við því að Fjármálaeftirlitið hafi einnig þekkt hlutverk eigin viðskipta.„CC í einhverjum tölvupóstum“ Verjandi Hreiðars Más, Hörður Felix Harðarson, spurði Pétur að því hvort hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli frá Hreiðari. „Ég minnist þess ekki,“ svaraði Pétur. Þá spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, hvaða samskipti hann og Sigurður hafi átt á ákærutímabilinu. „Hann var cc í einhverjum tölvupóstum.“ Gestur spurði þá hvort hann hefði einhvern tíma hitt eða talað við Sigurð. „Aldrei.“Fyrirmæli um að kaupa á hærra verði Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði svo nánar út í fyrirmæli Ingólfs Helgasonar til Péturs. Vildi hann vita hvort að Ingólfur hafi fyrirskipað að setja fram hærra kauptilboð í bankann en síðustu viðskipti með bréf í bankann. Svaraði Pétur því til að hann hefði fengið slík fyrirmæli frá forstjóranum. Eftir hádegi hefst skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10