Mögnuð frammistaða á HM hjá 43 ára gömlum Tékka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 21:45 Jaromir Jagr fagnar. Vísir/Getty Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira