Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um úrslit Eurovisionkeppninnar sem fram fara í kvöld. Hefð er fyrir því að blaðamennirnir spái fyrir um brautargengi laganna, sem þó reynist ekki alltaf sannspá.
Blaðamennirnir spá því að baráttan muni standa milli hins sænska Måns Zelmerlöw og Ítalanna í Il Volo sem syngja um stóru ástina af mikilli innlifun.
Í spá blaðamannanna eru Svíar efstir með 118 stig, en fast á hæla þeirra koma Ítalir með 117 stig. Töluverður stigamunur er á öðru og þriðja sæti, en Belgar skipa þriðja sæti listans með 57 stig, Frakkar fjórða með 42 og Ástralir það fimmta með fjörutíu.
Ef eitthvað er að marka listann munu Ungverja skipa botnsætið í kvöld.
Eurovision-keppnin hefst klukkan 19 í kvöld og munu fulltrúar 27 landa mæta til leiks.
Blaðamannaspáin: Stefnir í einvígi Måns og Il Volo

Tengdar fréttir

Áfengar bollakökur í Eurovision-partýið
Mojito og Gin&tonic bollakökur.

María og Hera Björk tróðu upp á skemmtistað í Vín
Gestir virtust himinlifandi með söng Maríu og Heru.

Stáltaugar og bein í nefinu eru nauðsyn
Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit kvöldsins.