Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 07:34 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, áður en hann ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi. vísir/epa Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti þjóð sína til þess að segja nei við tilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi sunnudag. Í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í gærkvöldi sagði hann að kysi þjóðin gegn frekari niðurskurði, eins og tilboð lánadrottna felur í sér, myndi það auðvelda grísku ríkisstjórninni að ná betri samningi vegna efnahagsástandsins í landinu. Forsætisráðherrann bætti svo við að ef þjóðin samþykkti tilboðið þá myndi hann ekki leiða niðurskurðaraðgerðirnar, og ýjaði þannig að því að hann myndi segja af sér embætti. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafni tilboði lánadrottna þá muni það þýða útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Tsipras hefur aftur á móti sagt að hann vilji ekki hætta í evrusamstarfinu. Grikkland á að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag en eins og kunnugt er getur ríkið ekki staðið við þá skuldbindingu. Þá nýtur landið ekki lengur þeirrar fjárhagslegu neyðaraðstoðar sem það samdi um í febrúar síðastliðnum gegn því að vinna að, og undirgangast, áætlun ásamt ESB um hvernig greiða má úr fjárhagsvandanum. Grískir bankar hafa verið lokaðir síðan í gær og verða lokaðir alla vikuna. Grikkir geta tekið 60 evrur á dag út úr hraðbönkum, en það samsvarar um 8.800 krónum. Óvissan vegna stöðunnar í landinu leiddi til mikils óróa á fjármálamörkuðum í gær en að því er fram kemur í frétt BBC þá réttu markaðir úr kútnum í morgun. Hlutabréfavísitölur hækkuðu meðal annars í Tókýó, Hong Kong og Seoul. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00 Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti þjóð sína til þess að segja nei við tilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi sunnudag. Í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í gærkvöldi sagði hann að kysi þjóðin gegn frekari niðurskurði, eins og tilboð lánadrottna felur í sér, myndi það auðvelda grísku ríkisstjórninni að ná betri samningi vegna efnahagsástandsins í landinu. Forsætisráðherrann bætti svo við að ef þjóðin samþykkti tilboðið þá myndi hann ekki leiða niðurskurðaraðgerðirnar, og ýjaði þannig að því að hann myndi segja af sér embætti. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafni tilboði lánadrottna þá muni það þýða útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu. Tsipras hefur aftur á móti sagt að hann vilji ekki hætta í evrusamstarfinu. Grikkland á að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag en eins og kunnugt er getur ríkið ekki staðið við þá skuldbindingu. Þá nýtur landið ekki lengur þeirrar fjárhagslegu neyðaraðstoðar sem það samdi um í febrúar síðastliðnum gegn því að vinna að, og undirgangast, áætlun ásamt ESB um hvernig greiða má úr fjárhagsvandanum. Grískir bankar hafa verið lokaðir síðan í gær og verða lokaðir alla vikuna. Grikkir geta tekið 60 evrur á dag út úr hraðbönkum, en það samsvarar um 8.800 krónum. Óvissan vegna stöðunnar í landinu leiddi til mikils óróa á fjármálamörkuðum í gær en að því er fram kemur í frétt BBC þá réttu markaðir úr kútnum í morgun. Hlutabréfavísitölur hækkuðu meðal annars í Tókýó, Hong Kong og Seoul.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00 Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Segir grísku ríkisstjórnina hafa svikið sig Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ósáttur við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 30. júní 2015 07:00
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26
Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. 29. júní 2015 09:46