Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Bjarki Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 15:18 Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Grikkir eigi að gangast við kröfum lánardrottna sinna muni fara fram um helgina. Að henni lokinni muni Grikkland svo halda áfram samningaviðræðum við lánardrottna um betri kjör fyrir Grikki. Í sjónvarpsávarpi fyrir stuttu hvatti Tsipras grísku þjóðina til að hafna kröfunum. Hann sagði það ekki satt að höfnun myndi hafa í för með sér brottrekstur Grikklands úr Evrópusambandinu. Þvert á móti verði gríska ríkið í betri samningsstöðu ef þjóðin hafnar kröfunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Hann þakkaði jafnframt grísku þjóðinni fyrir ró sína á erfiðum tímum og sagðist ábyrgjast að launa- og lífeyrisgreiðslur myndu halda áfram að berast. Hann gagnrýndi Evrópusambandið og sagði það óásættanlegt að lþað hefði neytt gríska banka til að loka fyrir það eitt að leyfa þjóðinni að kjósa um kröfur lánadrottnanna. Grikkjum tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir miðnætti í gær og varð þannig fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá sjóðsins. Óvíst er um framhaldið en fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda síðar í dag um vandræði Grikkja. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Grikkir eigi að gangast við kröfum lánardrottna sinna muni fara fram um helgina. Að henni lokinni muni Grikkland svo halda áfram samningaviðræðum við lánardrottna um betri kjör fyrir Grikki. Í sjónvarpsávarpi fyrir stuttu hvatti Tsipras grísku þjóðina til að hafna kröfunum. Hann sagði það ekki satt að höfnun myndi hafa í för með sér brottrekstur Grikklands úr Evrópusambandinu. Þvert á móti verði gríska ríkið í betri samningsstöðu ef þjóðin hafnar kröfunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Hann þakkaði jafnframt grísku þjóðinni fyrir ró sína á erfiðum tímum og sagðist ábyrgjast að launa- og lífeyrisgreiðslur myndu halda áfram að berast. Hann gagnrýndi Evrópusambandið og sagði það óásættanlegt að lþað hefði neytt gríska banka til að loka fyrir það eitt að leyfa þjóðinni að kjósa um kröfur lánadrottnanna. Grikkjum tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir miðnætti í gær og varð þannig fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá sjóðsins. Óvíst er um framhaldið en fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda síðar í dag um vandræði Grikkja.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39
Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27
Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36