Mozilla hefur lokað fyrir notkun Adobe Flash í Firefox Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2015 17:19 Ekki virkar lengur að nota Flash í vafranum Firefox. Vísir/Getty Mozilla hefur lokað fyrir notkun Adobe Flash í vafra sínum Firefox. Adobe Flash er viðbót sem hægt er að sækja í hina ýmsu vafra og er notuð til að spila myndbönd og fleira. Notendur geta þó valið að leyfa Adobe Flash þrátt fyrir vankanta á öryggisráðstöfunum Adobe á Adobe Flash. Frá þessu hefur verið greint á fjölda miðla í dag; BBC, Ghacks.net og Gizmodo. Viðbótin hefur verið gagnrýnd mikið en Mozilla lokaði fyrir viðbótina í gærkvöldi degi eftir að yfirmaður öryggismála hjá Facebook kallaði eftir því að viðbótin yrði hreinlega lögð niður. Ástæðan er sú að Adobe Flash, sem margir tölvunotendur hafa sótt í tölvur sínar, er ekki nægilega öruggt og hafa tölvunarsérfræðingar mælt með því að fólk hætti að notast við viðbótina í tölvum sínum. Í síðustu viku kom í ljós að fyrirtækið Hacking team, sem sérhæfir sig í að koma fyrir svokölluðu spyware í tölvum fólks, hafði notast við flash til að koma búnaðinum fyrir í tölvum fólks. Spyware er búnaður eða forrit sem er komið fyrir í tölvum án vitundar notanda og það safnar upplýsingum um eiganda tölvunnar og netnotkun hans. Þetta kom í ljós þegar brotist var inn í Hackers team en gögn sem fundust í kjölfarið af því sýndu að fyrirtækið hafði nýtt sér veikleika í tölvukóða Flash. „Nú er kominn tími til að Adobe tilkynni hvenær það hættir með Flash,“ sagði Alex Stamos, yfirmaður öryggisdeildar Facebook á sunnudag.It is time for Adobe to announce the end-of-life date for Flash and to ask the browsers to set killbits on the same day.— Alex Stamos (@alexstamos) July 12, 2015 Mozilla fylgdi í kjölfarið þegar Mark Schmidt, yfirmaður hjá fyrirtækinu, tísti því að allar týpur af Flash hefðu verið gerðar óvirkar í Firefox. Þetta þýðir að notendur Firefox geta ekki með nokkru móti notað viðbótina til þess að komast í efni sem krefst þess að Flash sé notað. Það verður þó áfram hægt í öðrum vöfrum. Hins vegar hefur eins og fyrr segir verið mælt með því að fólk hætti að nota Flash þar sem það hefur ekki reynst öruggt auk þess sem Flash hefur verið talið hægja á tölvum og valda vandræðum þegar viðbótin uppfærist ekki.BIG NEWS!! All versions of Flash are blocked by default in Firefox as of now. https://t.co/4SjVoqKPrR #tech #infosec pic.twitter.com/VRws3L0CBW— Mark Schmidt (@MarkSchmidty) July 14, 2015 Samkvæmt CNN nýta aðeins 11 prósent netnotendur Flash í dag. Flash var mikið notað hér áður fyrr en það var nauðsynlegt til þess að fara í flesta netleiki og til þess að horfa á myndbönd. Til dæmis þurfti Flash til þess að horfa á allt efni á YouTube þegar síðan var sett í loftið árið 2005. En breyting varð árið 2010 þegar Steve Jobs skrifaði opið bréf til Adobe þar sem hann kvartaði yfir lélegu öryggi Flash og sagði forritið algengustu ástæðuna að baki því þegar tölvur frá Apple hrynja. Flash hefur aldrei virkað í iPhone símum. Tækni Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mozilla hefur lokað fyrir notkun Adobe Flash í vafra sínum Firefox. Adobe Flash er viðbót sem hægt er að sækja í hina ýmsu vafra og er notuð til að spila myndbönd og fleira. Notendur geta þó valið að leyfa Adobe Flash þrátt fyrir vankanta á öryggisráðstöfunum Adobe á Adobe Flash. Frá þessu hefur verið greint á fjölda miðla í dag; BBC, Ghacks.net og Gizmodo. Viðbótin hefur verið gagnrýnd mikið en Mozilla lokaði fyrir viðbótina í gærkvöldi degi eftir að yfirmaður öryggismála hjá Facebook kallaði eftir því að viðbótin yrði hreinlega lögð niður. Ástæðan er sú að Adobe Flash, sem margir tölvunotendur hafa sótt í tölvur sínar, er ekki nægilega öruggt og hafa tölvunarsérfræðingar mælt með því að fólk hætti að notast við viðbótina í tölvum sínum. Í síðustu viku kom í ljós að fyrirtækið Hacking team, sem sérhæfir sig í að koma fyrir svokölluðu spyware í tölvum fólks, hafði notast við flash til að koma búnaðinum fyrir í tölvum fólks. Spyware er búnaður eða forrit sem er komið fyrir í tölvum án vitundar notanda og það safnar upplýsingum um eiganda tölvunnar og netnotkun hans. Þetta kom í ljós þegar brotist var inn í Hackers team en gögn sem fundust í kjölfarið af því sýndu að fyrirtækið hafði nýtt sér veikleika í tölvukóða Flash. „Nú er kominn tími til að Adobe tilkynni hvenær það hættir með Flash,“ sagði Alex Stamos, yfirmaður öryggisdeildar Facebook á sunnudag.It is time for Adobe to announce the end-of-life date for Flash and to ask the browsers to set killbits on the same day.— Alex Stamos (@alexstamos) July 12, 2015 Mozilla fylgdi í kjölfarið þegar Mark Schmidt, yfirmaður hjá fyrirtækinu, tísti því að allar týpur af Flash hefðu verið gerðar óvirkar í Firefox. Þetta þýðir að notendur Firefox geta ekki með nokkru móti notað viðbótina til þess að komast í efni sem krefst þess að Flash sé notað. Það verður þó áfram hægt í öðrum vöfrum. Hins vegar hefur eins og fyrr segir verið mælt með því að fólk hætti að nota Flash þar sem það hefur ekki reynst öruggt auk þess sem Flash hefur verið talið hægja á tölvum og valda vandræðum þegar viðbótin uppfærist ekki.BIG NEWS!! All versions of Flash are blocked by default in Firefox as of now. https://t.co/4SjVoqKPrR #tech #infosec pic.twitter.com/VRws3L0CBW— Mark Schmidt (@MarkSchmidty) July 14, 2015 Samkvæmt CNN nýta aðeins 11 prósent netnotendur Flash í dag. Flash var mikið notað hér áður fyrr en það var nauðsynlegt til þess að fara í flesta netleiki og til þess að horfa á myndbönd. Til dæmis þurfti Flash til þess að horfa á allt efni á YouTube þegar síðan var sett í loftið árið 2005. En breyting varð árið 2010 þegar Steve Jobs skrifaði opið bréf til Adobe þar sem hann kvartaði yfir lélegu öryggi Flash og sagði forritið algengustu ástæðuna að baki því þegar tölvur frá Apple hrynja. Flash hefur aldrei virkað í iPhone símum.
Tækni Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira