Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. Grikkir hafa óskað eftir frekari lánveitingum og hafa lagt fram tillögur um frekari niðurskurð til að tryggja þessar lánveitingar.
Gríska þingið samþykkti tillögurnar í gær en vonast er til þess að þær komi í veg fyrir að grikkir þurfi að yfirgefa evrusamstarfið. Frakkar hafa tekið vel í þessar tillögur en Þjóðverjar og önnur ríki innan evrusvæðisins hafa hins vegar lýst yfir efasemdum.
Tillögur Grikkja ræddar
