Annie Mist Þórisdóttir neyddist til að hætta keppni á Heimsleikunum í Crossfit. Leikarnir fara fram í Kaliforníu í Bandaríkjunum en DV greinir frá því að ástæðan fyrir brotthvarfi Annie af leikunum sé vegna hitaslags sem hún varð fyrir í fyrstu keppnisgrein mótsins á föstudag.
Við læknisskoðun kom í ljós að þetta hitaslag hafði áhrif á nýrnastarfsemi Annie og kom einnig í ljós að hún hafði ofþornað og þurfti tvo og hálfan lítra af vökva í æð.
Hægt er að fylgjast með leikunum í beinni útsendingu hér.
