Myndbandið kemur fram á Youtube-rásinni Justin Bieber Videos 2.0 en rásin tekur myndbönd af Snapchat-reikningi Rory.
Það vita það felst allir að Bieber lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun og fór beint á Subway í Reykjanesbæ. Þaðan var förinni haldið að Gullfossi og Geysi og ferðaðist hann um Suðurlandið í gærkvöldi.
Elliði Vignisson, bæjarstjórinn í Vestmanneyjum, greinir frá því á Facebook að Bieber hafi verið í bænum í gærkvöldi.
Á vef Pressunnar kemur fram að hann hafi hann og hópurinn allur hafi borðað á veitingarstað í bænum.
Hann endaði síðan kvöldið á hóteli á Suðurlandi þar sem hann spilaði FIFA 16 og meðal annars rústaði FH.