Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag Sæunn Gísladóttir skrifar 21. september 2015 16:12 Tæplega 500 þúsund Volkswagen bílar voru með ólöglegan hugbúnað. Vísir/AFP Hlutabréfaverð bílaframleiðandans Volkswagen féll um 18% eftir að komst upp að nokkrar bílategundir þess væru með hugbúnað hannaðan til að blekkja yfirvöld. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna uppgtötvaði hugbúnað sem gat logið til um kolefnislosun. Í kjölfarið var bílaframleiðandanum gert að innkalla hálfa milljón bíla. Volkswagen gæti einnig þurft að greiða umhverfiseftirliti Bandaríkjanna sekt sem nemur milljörðum dollara. Framkvæmdastjórar hjá Volkswagen gætu einnig sætt refsingar. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna fann hugbúnaðinn í nokkrum tegundum dísel bíla, meðal annars Audi A3, VW Jetta, Bjöllu, Golf og Passat. Hugbúnaðurinn gerði það að verkum að vélarnar losuðu minna kolefni í prófum en við venjulegan akstur. VW hefur nú hætt sölu á bílunum í Bandaríkjunum. Sekt á hvern bíl gæti numið tæpum 4,8 milljónum á hvern bíl, eða allt að 18 milljörðum dollara fyrir alla 482 þúsund bílana selda síðan árið 2008. Sektin er mjög há, þrátt fyrir að VW bílar voru mest seldu bílar í heimi fyrstu sex mánuði ársins, þá er markaðsvirði fyrirtækisins 75 milljarðar dollarar. Frétt BBC um málið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hlutabréfaverð bílaframleiðandans Volkswagen féll um 18% eftir að komst upp að nokkrar bílategundir þess væru með hugbúnað hannaðan til að blekkja yfirvöld. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna uppgtötvaði hugbúnað sem gat logið til um kolefnislosun. Í kjölfarið var bílaframleiðandanum gert að innkalla hálfa milljón bíla. Volkswagen gæti einnig þurft að greiða umhverfiseftirliti Bandaríkjanna sekt sem nemur milljörðum dollara. Framkvæmdastjórar hjá Volkswagen gætu einnig sætt refsingar. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna fann hugbúnaðinn í nokkrum tegundum dísel bíla, meðal annars Audi A3, VW Jetta, Bjöllu, Golf og Passat. Hugbúnaðurinn gerði það að verkum að vélarnar losuðu minna kolefni í prófum en við venjulegan akstur. VW hefur nú hætt sölu á bílunum í Bandaríkjunum. Sekt á hvern bíl gæti numið tæpum 4,8 milljónum á hvern bíl, eða allt að 18 milljörðum dollara fyrir alla 482 þúsund bílana selda síðan árið 2008. Sektin er mjög há, þrátt fyrir að VW bílar voru mest seldu bílar í heimi fyrstu sex mánuði ársins, þá er markaðsvirði fyrirtækisins 75 milljarðar dollarar. Frétt BBC um málið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira