Hún situr þar fyrir á myndum en datt ekki í hug að gera það nakin eins og tíðkast í þessu víðfræga karlariti.
Þrátt fyrir að vera ansi fáklædd þegar hún stundar iðju sína sat hún fyrir fullklædd í Playboy.
„Auðvitað hafði ég áhyggjur en ég var hæst ánægð með útkomuna,“ segir Hosszú í viðtali við ungverska fréttavefinn NL Café.
This month in Playboy Hungary. I kept my clothes on ;) #IronLadypic.twitter.com/smYjdAst7J
— Iron Lady (@HosszuKatinka) November 4, 2015
Hún vann tvenn gullverðlaun á HM í Kazan fyrr á þessu ári, en það voru elleftu gullverðlaun hennar á heimsmeistaramóti.
Auk þess er hún þrettánfaldur Evrópumeistari og hefur í heildina unnið 46 verðlaun á HM og EM í 50 metra og 25 metra laug.
Hosszú varð í fyrra fyrsti sundmaðurinn í sögunni til að þéna ríflega eina milljón dala í verðlaunafé, en hún er afar dugleg að synda á öllum heimsbikarmótum og er afar vinsæl í heimalandinu.