Gríska ríkið er gjaldþrota Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Tugþúsundir Grikkja æddu á götur út í gær til að mótmæla. Sumir kölluðu á samlanda sína að gangast undir kröfur lánardrottna Grikklands en aðrir vildu hafna þeim. nordicphotos/afp Gríska ríkið varð gjaldþrota í gær þegar landið varð það fyrsta með þróað efnahagskerfi til þess að vanrækja afborgun á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Grikkir munu þar af leiðandi ekki fá fleiri lán úr sjóðnum. Gríska ríkisstjórnin bað stöðugleikaráð Evrópusambandsins um nýjan samning um neyðaraðstoð, klukkutímum áður en greiða átti af skuld Grikklands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gærkvöld. Bað Grikkland um tveggja ára samning sem myndi færa gríska ríkinu um þrjátíu milljarða evra og funduðu fjármálaráðherrar evrusvæðisins með grísku ríkisstjórninni í gegnum síma. Fundurinn var ekki árangursríkur og endaði með þeim hætti að fjármálaráðherrarnir höfnuðu bón grísku ríkisstjórnarinnar. Búist er við að viðræður um nýjan samning um neyðaraðstoð haldi áfram í dag. „Vegna verklagsreglna var ekki hægt að framlengja aðstoðina fram yfir daginn í dag,“ sagði fjármálaráðherra Slóvakíu, Peter Kazimir, í Twitter-færslu eftir símafundinn í gær. Grikkland er því í fyrsta sinn síðan 2010 án aðstoðar frá evrusvæðinu, Seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framtíð Grikklands í evrusvæðinu er sömuleiðis óljós. Framtíðarhorfur fyrir gríska ríkið eru slæmar en samkvæmt gögnum sem breska fréttastofan The Guardian hefur undir höndum telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að skuldir gríska ríkisins verði 118 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2030 ef ráðist verður í þær niðurskurðaraðgerðir sem lánardrottnar Grikklands krefjast. Hlutfallið er 175 prósent eins og staðan er í dag en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, boðaði á mánudag til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Grikkir ættu að gangast undir kröfur lánardrottnanna sem settar eru fram sem skilyrði um aukna aðstoð. Tsipras hvetur Grikki til þess að hafna kröfunum en Evrópusambandið hvetur til samþykktar. Grikkland Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gríska ríkið varð gjaldþrota í gær þegar landið varð það fyrsta með þróað efnahagskerfi til þess að vanrækja afborgun á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Grikkir munu þar af leiðandi ekki fá fleiri lán úr sjóðnum. Gríska ríkisstjórnin bað stöðugleikaráð Evrópusambandsins um nýjan samning um neyðaraðstoð, klukkutímum áður en greiða átti af skuld Grikklands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gærkvöld. Bað Grikkland um tveggja ára samning sem myndi færa gríska ríkinu um þrjátíu milljarða evra og funduðu fjármálaráðherrar evrusvæðisins með grísku ríkisstjórninni í gegnum síma. Fundurinn var ekki árangursríkur og endaði með þeim hætti að fjármálaráðherrarnir höfnuðu bón grísku ríkisstjórnarinnar. Búist er við að viðræður um nýjan samning um neyðaraðstoð haldi áfram í dag. „Vegna verklagsreglna var ekki hægt að framlengja aðstoðina fram yfir daginn í dag,“ sagði fjármálaráðherra Slóvakíu, Peter Kazimir, í Twitter-færslu eftir símafundinn í gær. Grikkland er því í fyrsta sinn síðan 2010 án aðstoðar frá evrusvæðinu, Seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framtíð Grikklands í evrusvæðinu er sömuleiðis óljós. Framtíðarhorfur fyrir gríska ríkið eru slæmar en samkvæmt gögnum sem breska fréttastofan The Guardian hefur undir höndum telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að skuldir gríska ríkisins verði 118 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2030 ef ráðist verður í þær niðurskurðaraðgerðir sem lánardrottnar Grikklands krefjast. Hlutfallið er 175 prósent eins og staðan er í dag en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, boðaði á mánudag til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Grikkir ættu að gangast undir kröfur lánardrottnanna sem settar eru fram sem skilyrði um aukna aðstoð. Tsipras hvetur Grikki til þess að hafna kröfunum en Evrópusambandið hvetur til samþykktar.
Grikkland Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira