Guðjón Valur: Vil spila leiki sem eru upp á meira en kók og prins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Landsliðsfyrirliðinn er vel stemmdur og klár í risaleikinn gegn Króatíu í kvöld. „Ég veit ég auglýsti eftir einum allt eða ekkert leik en hann kemur aðeins fyrr en ég átti von á,“ segir Guðjón Valur og brosir. „Þetta er allt eða ekkert. Ég hlakka bara til. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Guðjón Valur þekkir þessa stöðu mætavel enda búinn að vera lengi í bransanum og upplifað ansi margt á löngum, og glæstum, landsliðsferli. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og ég ætla rétt að vona að það hjálpi okkur. Við ætluðum að breyta þessu að fara alltaf Krýsuvíkurleiðina. Tapa leikjum sem við eigum að vinna og vinna leiki sem flestir halda að við töpum. Þetta virðist vera íslenska leiðin. Margir okkar hafa upplifað svona aðstæður," segir Guðjón Valur og rifjar upp ævintýrin á HM 2007 og EM 2010. Króatar eru líka særðir og verða að berjast fyrir lífi sínu. Guðjón býst við átökum. „Ég geri ráð fyrir því. Það verður ekkert gefins hjá Króötunum en vonandi heldur ekki hjá okkur. Það er út af svona leikjum sem maður er að leggja þetta á sig. Að djöflast einn þegar enginn er að horfa. Að fá að spila leiki sem skipta máli og eru upp á eitthvað meira en kók og prins. Það gerir þetta enn skemmtilegra,“ segir Guðjón Valur en hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna „Auðvitað var maður fúll og pirraður eftir tapið. Svo reynir maður að halda áfram. Það er alveg magnað hvað sólin kemur upp næsta dag. Það taka alltaf aðrir leikir við.“ Guðjón ber mikla virðingu fyrir króatíska liðinu enda er það firnasterkt. Það er þó ekki ósigrandi. „Þeir eru mjög hæfileikaríkar en maður hefur séð smá brotalamir hjá þeim. Þeir virðast ekki vera með sömu festu og sjálfsöryggi og þeir hafa verið með síðustu árin. Það er eitthvað sem við verðum að nýta okkur en þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta á nokkurn hátt.“ Sjá má viðtalið við Guðjón í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn er vel stemmdur og klár í risaleikinn gegn Króatíu í kvöld. „Ég veit ég auglýsti eftir einum allt eða ekkert leik en hann kemur aðeins fyrr en ég átti von á,“ segir Guðjón Valur og brosir. „Þetta er allt eða ekkert. Ég hlakka bara til. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Guðjón Valur þekkir þessa stöðu mætavel enda búinn að vera lengi í bransanum og upplifað ansi margt á löngum, og glæstum, landsliðsferli. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og ég ætla rétt að vona að það hjálpi okkur. Við ætluðum að breyta þessu að fara alltaf Krýsuvíkurleiðina. Tapa leikjum sem við eigum að vinna og vinna leiki sem flestir halda að við töpum. Þetta virðist vera íslenska leiðin. Margir okkar hafa upplifað svona aðstæður," segir Guðjón Valur og rifjar upp ævintýrin á HM 2007 og EM 2010. Króatar eru líka særðir og verða að berjast fyrir lífi sínu. Guðjón býst við átökum. „Ég geri ráð fyrir því. Það verður ekkert gefins hjá Króötunum en vonandi heldur ekki hjá okkur. Það er út af svona leikjum sem maður er að leggja þetta á sig. Að djöflast einn þegar enginn er að horfa. Að fá að spila leiki sem skipta máli og eru upp á eitthvað meira en kók og prins. Það gerir þetta enn skemmtilegra,“ segir Guðjón Valur en hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna „Auðvitað var maður fúll og pirraður eftir tapið. Svo reynir maður að halda áfram. Það er alveg magnað hvað sólin kemur upp næsta dag. Það taka alltaf aðrir leikir við.“ Guðjón ber mikla virðingu fyrir króatíska liðinu enda er það firnasterkt. Það er þó ekki ósigrandi. „Þeir eru mjög hæfileikaríkar en maður hefur séð smá brotalamir hjá þeim. Þeir virðast ekki vera með sömu festu og sjálfsöryggi og þeir hafa verið með síðustu árin. Það er eitthvað sem við verðum að nýta okkur en þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta á nokkurn hátt.“ Sjá má viðtalið við Guðjón í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða