Vissi að ég myndi verja lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 16. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri með félögum sínum í gær. Vísir/Valli Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira
Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira